Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið falið að útfæra gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Dettifoss og Skaftafell. Fréttablaðið/Stefán Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira