Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 27-28 │ Afturelding stöðvaði sigurgöngu Selfyssinga Benedikt Grétarsson skrifar 5. febrúar 2018 22:00 Mikk var í stuði í kvöld. vísir/eyþór Afturelding vann í kvöld gríðarlega sterkan en um leið frekar óvæntan sigur gegn Selfossi, 27-28 í Olísdeild karla í handbolta. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Kolbeinn Aron Ingibjargarson varði 12 skot í markinu en Kolbeinn lék frábærlega í seinni hálfleik . Markahæstur í liði heimamanna var Teitur Örn Einarsson með 10 mörk og Helgi Hlynsson varði 15 skot. Heimamenn hafa verið sjóðheitir í deildinni og fyrir leikinn höfðu selfyssingar unnið sex leiki í röð og reyndar ekki tapað síðan 13. nóvember þegar liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Gróttu. Sú staðreynd var nóg til að ætlast til þess að Selfyssingar myndu landa nokkuð öruggum sigri og þegar ljóst varð fyrir leik að gestirnir höfðu aðeins 12 leikmenn á skýrslu, styrktist sú skoðun enn fremur. Selfyssingar voru með frumkvæðið en Afturelding náði þó að halda leiknum í ágætu jafnvægi framan af fyrri hálfleik. Heimamenn gáfu örlítið meira bensín og náðu á skömmum tíma þægilegu fimm marka forskoti. Afturelding reyndi að leika með aukamann í sókninni en það kostaði nokkur auðveld mörk frá Selfyssingum. Mosfellingar gáfust ekki upp þrátt fyrir mikinn mótbyr og náðu með baráttuanda að minnka muninn í eitt mark. Síðasta mark hálfleiksins var þó sunnlenskt og Selfyssingar höfðu því þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 16-13. Varnarleikur gestanna hafði verið frekar slakur í fyrri hálfleik en það breyttist svo um munaði í seinni hálfleik. Hægt og bítandi vann Afturelding upp forskotið og komst svo yfir á lokakaflanum sem varð dramatískur í meira lagi. Afturelding var með boltann í stöðunni 27-28 og um 30 sekúndur til leiksloka. Hinn bráðefnilegi Haukur Þrastarson vann þá boltann í vörninni og brunaði einn upp völlinn. Áðurnefndur Kolbeinn gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði frá Hauki og tryggði um leið sínum mönnum dýrmæt tvö stig.Af hverju vann Afturelding leikinn? Það er gamla góða tuggan, vörn og markvarsla. Þessir þættir voru hreint út sagt stórkostlegir í seinni hálfleik, þegar liðið fékk aðeins 11 mörk á sig gegn einu besta sóknarliði deildarinnar. Sóknarlega voru Mosfellingar klókir og leystu hina frægu framliggjandi vörn Selfyssinga auðveldlega, trekk í trekk.Hverjir stóðu upp úr? Mikk Pinnonen var mjög sprækur í sókninni hjá Aftureldingu og þá var Ernir Hrafn Arnarson þyngdar sinnar virði í gulli undir lok leiksins. Kolbeinn lék frábærlega í seinni hálfleik en annars lék allt liðið frábærlega í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn. Atli Ævar Ingólfsson var að venju eitraður á línunni hjá Selfyssingum og Helgi varði 11 skot í fyrri hálfleik en náði ekki alveg að fylgja því eftirHvað gekk illa? Aftureldingu gekk illa að manna liðið sitt og Einar Andri Einarsson hafði aðeins fimm varamenn í kvöld. Gegn liði eins og Selfossi, sem leikur af gríðarlegum krafti í 60 mínútur, var ljóst að verkefnið yrði erfitt en Mosfellingar snéru heldur betur bökum saman. Selfyssingum gekk mjög illa að skjóta yfir allan völlinn í autt mark Aftureldingar en gestirnir léku töluvert með aukamann í sókninni.Hvað gerist næst? Selfyssingar fara í spariskóna og skreppa í bæjarferð til að mæta Þrótti í bikarkeppninni. Ég þori að veðja aleigunni að Selfoss vinnur þann leik þrátt fyrir þetta tap í kvöld og tryggir sér sæti í final-four bikarhelginni sem fer fram í Laugardalshöllinni 9-10 mars nk. Afturelding fær viku frí fram að næsta leik í deildinni, sem verður gegn Haukum. Miðað við frammistöðu Mosfellinga í þessum leik, þá geta lærisveinar Einars Andra farið með kassann úti í leikinn að Ásvöllum. Kolbeinn: Eins og það séu 2000 manns í stúkunniKolbeinn Aron Ingibjargarson lék mjög vel í marki Aftureldingar í sigrinum gegn Selfyssingum. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur hjá Mosfellingum en sá síðari var frábær. „Ég er sammála því. Við ákváðum að spila sjö gegn sex í sókninni og fyrir mann af mínum burðum, þá verður maður svolítið þreyttur þegar maður skilar sér í markið allan fyrri hálfleikinn. Þetta reddaðist samt alveg.“ „Við náðum að halda í við þá í fyrri hálfleik, sem var fínt. Svo róum við þetta í seinni hálfleik og um leið þéttum við vörnina hjá okkur. Þá varð þetta ekkert mál,“ sagði Kolbeinn. En var þessi sigur ákveðin yfirlýsing að Afturelding sé með lið sem ber að taka alvarlega? „Við erum alvöru lið, það er alveg á hreinu. Ég verð líka að fá að hrósa Selfyssingum fyrir frábæra stuðningsmenn. Það var bara geggjað að mæta hérna í fulla höll. Þetta var bara eins og í Eyjum í úrslitakeppninni. Það er bara eins og það séu 2000 manns hérna inni og þetta er bara algjör snilld.“ En var það ekkert að pirra Kolbein að fá glósur úr stúkunni? „Ég fíla þetta maður, þetta bara styrkir mig. Svona aðstæður eru akkúrat fyrir mig,“ sagði brosmildur Kolbeinn að lokum. Patrekur: Kannski vanmat hjá okkurPatrekur Jóhannesson.vísir/epaPatrekur Jóhannesson var að vonum svekktur með að tapa gegn Aftureldingu og fannst sínir menn aldrei komast almennilega í takt. „Það var klókt hjá Einari að byrja með aukamann í sókninni. Við vorum reyndar búnir að æfa það og mér fannst við vera með fyrri hálfleikinn. Við missum kannski þolinmæðina aðeins og hefðum að mínu mati getað farið með stærra forskot í hálfleikinn.“ En hvað gerist í seinni hálfleik? „Við gefum bara eftir í seinni hálfleik og Afturelding á þannig séð skilið að taka bæði stigin. Við hefðum getað jafnað í lokin en erum bara að taka rangar ákvarðanir og erum ekki í takti. Ég tek samt ekkert af Aftureldingu, þeir léku mjög vel. Framliggjandi vörnin okkar virkar ekki sem skyldi og það er nánast í fyrsta skipti í vetur.“ Selfoss hefur fengið mikið hrós undanfarnar vikur og mánuði. Er möguleiki að menn hafi kannski vanmetið Aftureldingu í þessum leik? „Það gæti verið. Eftir leikinn á móti Val, þar sem við vorum mjög sterkir var ég pínu hræddur um þetta. Hvort að það hafi verið raunin, veit ég samt ekki alveg. Við skoðum bara þennan punkt saman og höldum í næsta verkefni, sem er bikarleikur gegn Þrótti. Það er sæti í höllinni í boði og við ætlum þangað,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla
Afturelding vann í kvöld gríðarlega sterkan en um leið frekar óvæntan sigur gegn Selfossi, 27-28 í Olísdeild karla í handbolta. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Kolbeinn Aron Ingibjargarson varði 12 skot í markinu en Kolbeinn lék frábærlega í seinni hálfleik . Markahæstur í liði heimamanna var Teitur Örn Einarsson með 10 mörk og Helgi Hlynsson varði 15 skot. Heimamenn hafa verið sjóðheitir í deildinni og fyrir leikinn höfðu selfyssingar unnið sex leiki í röð og reyndar ekki tapað síðan 13. nóvember þegar liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Gróttu. Sú staðreynd var nóg til að ætlast til þess að Selfyssingar myndu landa nokkuð öruggum sigri og þegar ljóst varð fyrir leik að gestirnir höfðu aðeins 12 leikmenn á skýrslu, styrktist sú skoðun enn fremur. Selfyssingar voru með frumkvæðið en Afturelding náði þó að halda leiknum í ágætu jafnvægi framan af fyrri hálfleik. Heimamenn gáfu örlítið meira bensín og náðu á skömmum tíma þægilegu fimm marka forskoti. Afturelding reyndi að leika með aukamann í sókninni en það kostaði nokkur auðveld mörk frá Selfyssingum. Mosfellingar gáfust ekki upp þrátt fyrir mikinn mótbyr og náðu með baráttuanda að minnka muninn í eitt mark. Síðasta mark hálfleiksins var þó sunnlenskt og Selfyssingar höfðu því þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 16-13. Varnarleikur gestanna hafði verið frekar slakur í fyrri hálfleik en það breyttist svo um munaði í seinni hálfleik. Hægt og bítandi vann Afturelding upp forskotið og komst svo yfir á lokakaflanum sem varð dramatískur í meira lagi. Afturelding var með boltann í stöðunni 27-28 og um 30 sekúndur til leiksloka. Hinn bráðefnilegi Haukur Þrastarson vann þá boltann í vörninni og brunaði einn upp völlinn. Áðurnefndur Kolbeinn gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði frá Hauki og tryggði um leið sínum mönnum dýrmæt tvö stig.Af hverju vann Afturelding leikinn? Það er gamla góða tuggan, vörn og markvarsla. Þessir þættir voru hreint út sagt stórkostlegir í seinni hálfleik, þegar liðið fékk aðeins 11 mörk á sig gegn einu besta sóknarliði deildarinnar. Sóknarlega voru Mosfellingar klókir og leystu hina frægu framliggjandi vörn Selfyssinga auðveldlega, trekk í trekk.Hverjir stóðu upp úr? Mikk Pinnonen var mjög sprækur í sókninni hjá Aftureldingu og þá var Ernir Hrafn Arnarson þyngdar sinnar virði í gulli undir lok leiksins. Kolbeinn lék frábærlega í seinni hálfleik en annars lék allt liðið frábærlega í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn. Atli Ævar Ingólfsson var að venju eitraður á línunni hjá Selfyssingum og Helgi varði 11 skot í fyrri hálfleik en náði ekki alveg að fylgja því eftirHvað gekk illa? Aftureldingu gekk illa að manna liðið sitt og Einar Andri Einarsson hafði aðeins fimm varamenn í kvöld. Gegn liði eins og Selfossi, sem leikur af gríðarlegum krafti í 60 mínútur, var ljóst að verkefnið yrði erfitt en Mosfellingar snéru heldur betur bökum saman. Selfyssingum gekk mjög illa að skjóta yfir allan völlinn í autt mark Aftureldingar en gestirnir léku töluvert með aukamann í sókninni.Hvað gerist næst? Selfyssingar fara í spariskóna og skreppa í bæjarferð til að mæta Þrótti í bikarkeppninni. Ég þori að veðja aleigunni að Selfoss vinnur þann leik þrátt fyrir þetta tap í kvöld og tryggir sér sæti í final-four bikarhelginni sem fer fram í Laugardalshöllinni 9-10 mars nk. Afturelding fær viku frí fram að næsta leik í deildinni, sem verður gegn Haukum. Miðað við frammistöðu Mosfellinga í þessum leik, þá geta lærisveinar Einars Andra farið með kassann úti í leikinn að Ásvöllum. Kolbeinn: Eins og það séu 2000 manns í stúkunniKolbeinn Aron Ingibjargarson lék mjög vel í marki Aftureldingar í sigrinum gegn Selfyssingum. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur hjá Mosfellingum en sá síðari var frábær. „Ég er sammála því. Við ákváðum að spila sjö gegn sex í sókninni og fyrir mann af mínum burðum, þá verður maður svolítið þreyttur þegar maður skilar sér í markið allan fyrri hálfleikinn. Þetta reddaðist samt alveg.“ „Við náðum að halda í við þá í fyrri hálfleik, sem var fínt. Svo róum við þetta í seinni hálfleik og um leið þéttum við vörnina hjá okkur. Þá varð þetta ekkert mál,“ sagði Kolbeinn. En var þessi sigur ákveðin yfirlýsing að Afturelding sé með lið sem ber að taka alvarlega? „Við erum alvöru lið, það er alveg á hreinu. Ég verð líka að fá að hrósa Selfyssingum fyrir frábæra stuðningsmenn. Það var bara geggjað að mæta hérna í fulla höll. Þetta var bara eins og í Eyjum í úrslitakeppninni. Það er bara eins og það séu 2000 manns hérna inni og þetta er bara algjör snilld.“ En var það ekkert að pirra Kolbein að fá glósur úr stúkunni? „Ég fíla þetta maður, þetta bara styrkir mig. Svona aðstæður eru akkúrat fyrir mig,“ sagði brosmildur Kolbeinn að lokum. Patrekur: Kannski vanmat hjá okkurPatrekur Jóhannesson.vísir/epaPatrekur Jóhannesson var að vonum svekktur með að tapa gegn Aftureldingu og fannst sínir menn aldrei komast almennilega í takt. „Það var klókt hjá Einari að byrja með aukamann í sókninni. Við vorum reyndar búnir að æfa það og mér fannst við vera með fyrri hálfleikinn. Við missum kannski þolinmæðina aðeins og hefðum að mínu mati getað farið með stærra forskot í hálfleikinn.“ En hvað gerist í seinni hálfleik? „Við gefum bara eftir í seinni hálfleik og Afturelding á þannig séð skilið að taka bæði stigin. Við hefðum getað jafnað í lokin en erum bara að taka rangar ákvarðanir og erum ekki í takti. Ég tek samt ekkert af Aftureldingu, þeir léku mjög vel. Framliggjandi vörnin okkar virkar ekki sem skyldi og það er nánast í fyrsta skipti í vetur.“ Selfoss hefur fengið mikið hrós undanfarnar vikur og mánuði. Er möguleiki að menn hafi kannski vanmetið Aftureldingu í þessum leik? „Það gæti verið. Eftir leikinn á móti Val, þar sem við vorum mjög sterkir var ég pínu hræddur um þetta. Hvort að það hafi verið raunin, veit ég samt ekki alveg. Við skoðum bara þennan punkt saman og höldum í næsta verkefni, sem er bikarleikur gegn Þrótti. Það er sæti í höllinni í boði og við ætlum þangað,“ sagði Patrekur að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti