Handbolti

HSÍ frestar leik ÍBV og Fjölnis til morgundagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristján Örn og félagar þurfa að bíða í sólarhring eftir leiknum gegn ÍBV.
Kristján Örn og félagar þurfa að bíða í sólarhring eftir leiknum gegn ÍBV. vísir/eyþór
HSÍ sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu þar sem fram kemur að ákveðið hefði verið að fresta leik ÍBV og Fjölnis í 16. umferð Olís-deildar karla og að hann fari fram á morgun.

Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag var ekki hægt að fljúga yfir til Vestmannaeyja en ekki var útilokað að flogið yrði seinni partinn svo hægt væri að spila leikinn í kvöld.

Nú hefur HSÍ hinsvegar staðfest að ákvörðun hafi verið tekin um frestun um sólarhring en það ætti ekki að trufla lið Fjölnis sem á næsta leik á sunnudaginn.

Það gæti þó hróflað við skipulagi HSÍ þegar kemur að Coca-Cola bikarnum en ÍBV á leik gegn Gróttu í 8-liða úrslitum bikarsins á miðvikudaginn en líklega verður honum einnig frestað um sólarhring.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×