Fleiri erlendir starfsmenn sem telja brotið á rétti sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. febrúar 2018 12:54 Guðrún Elín segir að flestar tilkynningar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/pjetur Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira