Brady valinn bestur í þriðja skiptið: Sagan ekki hliðholl fyrir Superbowl Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. febrúar 2018 10:15 Brady getur náð sjötta meistaratitlinum í kvöld. Vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann í nótt yfirburðarsigur í kosningunni um besta leikmann NFL-deildarinnar á tímabilinu sem lýkur í kvöld en hann fékk um 80% atkvæðanna og var því valinn bestur í þriðja skiptið á ferlinum. Brady leiddi lið sitt í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Ofurskálina (e. Superbowl) þar sem þeir mæta Philadelphia Eagles í nótt en þar fær Brady tækifæri til þess að verða fyrsti leikmaðurinn í sögunni með sex meistarahringa. Var hann einnig valinn í úrvalslið (e. All-Pro) en hann kláraði 385 af 581 sendingum sínum í vetur fyrir 4577 jördum og 32 snertimörkum og kastaði boltanum átta sinnum frá sér en enginn leikstjórnandi kastaði fyrir fleiri jördum á þessu tímabili. Er þetta í þriðja sinn á ferlinum(2007, 2010) sem hinn fertugi Brady er kosinn besti leikmaður deildarinnar en hann varð um leið elsti leikmaðurinn í sögu NFL sem vinnur þessi verðlaun.Gurley var mikið í því að skilja menn eftir í reyknum í vetur.Vísir/gettyHafa aðeins Brady og Barry Bonds, hafnaboltakappi, fengið þessa útnefningu í Bandaríkjunum, eftir að hafa fagnað 40 ára afmæli sínu. Það hefur þó engum leikmanni sem hefur verið valinn sá besti tekist að stýra liðinu til sigurs í Ofurskálinni frá árinu 1999 þegar Kurt Warner og St. Louis Rams unnu 23-16 sigur gegn Tennesee Titans. Hefur það gerst í þrígang á undanförnum fjórum árum að besti leikmaður deildarinnar tekur þátt í úrslitaleiknum (Peyton Manning 2013, Cam Newton 2015, Matt Ryan 2016) en allir hafa þeir þurft að horfa á eftir Lombardi bikarnum. Á sama tíma voru önnur verðlaun tilkynnt, Los Angeles Rams unnu þrefalt þar sem Aaron Donald var valinn besti varnarmaður deildarinnar og hinn 32 árs gamli þjálfari liðsins, Sean McVay var valinn besti þjálfarinn eftir fyrsta tímabil sitt í NFL-deildinni. Þá vann hlaupari Rams, Todd Gurley, verðlaunin sem besti sóknarleikmaður deildarinnar en Gurley varð í öðru sæti í valinu yfir bestu leikmenn deildarinnar.Watt sem lítur út eins og fjall er hjartahlýr maður sem gefur sér nægan tíma í góðgerðarstarfsemi.vísir/gettyDýrlingarnir frá New Orleans voru verðlaunaðir fyrir bestu nýliðana á báðum endum vallarins en hlauparinn Alvin Kamara var valinn bestur í sóknarleiknum og bakvörðurinn Marshon Lattimore bestur í vörn. Áttu þeir báðir frábær tímabil þar sem þeir voru lykilleikmenn í liði New Orleans Saints sem var hársbreidd frá úrslitaleiknum í Þjóðardeildinni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum ársins. Þá var J.J. Watt heiðraður fyrir störf sín í þágu almennings með Walter Payton verðlaununum. Watt safnaði um 37 milljónum dollara á aðeins 19 dögum til aðstoðar við uppbyggingu í Houston eftir flóðin þar síðastliðið sumar eftir að hafa upphaflega stefnt að því að safna 200.000 dollurum. Að lokum voru Bobby Beathard, Robert Brazile, Brian Dawkins, Jerry Kramer, Brian Urlacher, Ray Lewis, Randy Moss og Terrell Owens teknir inn í heiðurshöll NFL-deildarinnar í nótt fyrir framlög sín innan sem utan vallar (e. Hall of Fame). NFL Tengdar fréttir Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. 4. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann í nótt yfirburðarsigur í kosningunni um besta leikmann NFL-deildarinnar á tímabilinu sem lýkur í kvöld en hann fékk um 80% atkvæðanna og var því valinn bestur í þriðja skiptið á ferlinum. Brady leiddi lið sitt í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Ofurskálina (e. Superbowl) þar sem þeir mæta Philadelphia Eagles í nótt en þar fær Brady tækifæri til þess að verða fyrsti leikmaðurinn í sögunni með sex meistarahringa. Var hann einnig valinn í úrvalslið (e. All-Pro) en hann kláraði 385 af 581 sendingum sínum í vetur fyrir 4577 jördum og 32 snertimörkum og kastaði boltanum átta sinnum frá sér en enginn leikstjórnandi kastaði fyrir fleiri jördum á þessu tímabili. Er þetta í þriðja sinn á ferlinum(2007, 2010) sem hinn fertugi Brady er kosinn besti leikmaður deildarinnar en hann varð um leið elsti leikmaðurinn í sögu NFL sem vinnur þessi verðlaun.Gurley var mikið í því að skilja menn eftir í reyknum í vetur.Vísir/gettyHafa aðeins Brady og Barry Bonds, hafnaboltakappi, fengið þessa útnefningu í Bandaríkjunum, eftir að hafa fagnað 40 ára afmæli sínu. Það hefur þó engum leikmanni sem hefur verið valinn sá besti tekist að stýra liðinu til sigurs í Ofurskálinni frá árinu 1999 þegar Kurt Warner og St. Louis Rams unnu 23-16 sigur gegn Tennesee Titans. Hefur það gerst í þrígang á undanförnum fjórum árum að besti leikmaður deildarinnar tekur þátt í úrslitaleiknum (Peyton Manning 2013, Cam Newton 2015, Matt Ryan 2016) en allir hafa þeir þurft að horfa á eftir Lombardi bikarnum. Á sama tíma voru önnur verðlaun tilkynnt, Los Angeles Rams unnu þrefalt þar sem Aaron Donald var valinn besti varnarmaður deildarinnar og hinn 32 árs gamli þjálfari liðsins, Sean McVay var valinn besti þjálfarinn eftir fyrsta tímabil sitt í NFL-deildinni. Þá vann hlaupari Rams, Todd Gurley, verðlaunin sem besti sóknarleikmaður deildarinnar en Gurley varð í öðru sæti í valinu yfir bestu leikmenn deildarinnar.Watt sem lítur út eins og fjall er hjartahlýr maður sem gefur sér nægan tíma í góðgerðarstarfsemi.vísir/gettyDýrlingarnir frá New Orleans voru verðlaunaðir fyrir bestu nýliðana á báðum endum vallarins en hlauparinn Alvin Kamara var valinn bestur í sóknarleiknum og bakvörðurinn Marshon Lattimore bestur í vörn. Áttu þeir báðir frábær tímabil þar sem þeir voru lykilleikmenn í liði New Orleans Saints sem var hársbreidd frá úrslitaleiknum í Þjóðardeildinni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum ársins. Þá var J.J. Watt heiðraður fyrir störf sín í þágu almennings með Walter Payton verðlaununum. Watt safnaði um 37 milljónum dollara á aðeins 19 dögum til aðstoðar við uppbyggingu í Houston eftir flóðin þar síðastliðið sumar eftir að hafa upphaflega stefnt að því að safna 200.000 dollurum. Að lokum voru Bobby Beathard, Robert Brazile, Brian Dawkins, Jerry Kramer, Brian Urlacher, Ray Lewis, Randy Moss og Terrell Owens teknir inn í heiðurshöll NFL-deildarinnar í nótt fyrir framlög sín innan sem utan vallar (e. Hall of Fame).
NFL Tengdar fréttir Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. 4. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. 4. febrúar 2018 08:00