Deilan um dómarana og yfirráðaréttur líkamans í Víglínunni Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2018 10:42 Það hefur mikið farið fyrir umræðum um stöðu dómsmálaráðherra vegna skipunar fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt á síðasta ári og ljóst að síðasta orðið hefur ekki verið sagt um þau mál. Þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og varaformaður nefndarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Nefndin hefur dómaramálið enn til skoðunar og hafa Píratar þegar krafist þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér embætti. Þá verður réttur einstaklingsins til yfirráða yfir líkama sínum allt frá vöggu til grafar til umræðu í Víglínunni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í vikunni sem varða þessi mál og mætir í Víglínuna til að ræða þau og fleiri. Annars vegar mælti hún fyrir frumvarpi um að umskurður á drengjum verði bannaður samkvæmt lögum með sama hætti og umskurður á kynfærum stúlkna. Samtök gyðinga í Evrópu hafa þegar brugðist neikvætt við þessu frumvarpi. Hins vegar er það frumvarp um að ef einstaklingur hafi ekki fyrir dauða sinn lagst gegn því að líffæri úr honum verði nýtt til lækninga á öðrum einstaklingum, verði litið svo á að hann hafi heimilað það.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það hefur mikið farið fyrir umræðum um stöðu dómsmálaráðherra vegna skipunar fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt á síðasta ári og ljóst að síðasta orðið hefur ekki verið sagt um þau mál. Þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og varaformaður nefndarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Nefndin hefur dómaramálið enn til skoðunar og hafa Píratar þegar krafist þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér embætti. Þá verður réttur einstaklingsins til yfirráða yfir líkama sínum allt frá vöggu til grafar til umræðu í Víglínunni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í vikunni sem varða þessi mál og mætir í Víglínuna til að ræða þau og fleiri. Annars vegar mælti hún fyrir frumvarpi um að umskurður á drengjum verði bannaður samkvæmt lögum með sama hætti og umskurður á kynfærum stúlkna. Samtök gyðinga í Evrópu hafa þegar brugðist neikvætt við þessu frumvarpi. Hins vegar er það frumvarp um að ef einstaklingur hafi ekki fyrir dauða sinn lagst gegn því að líffæri úr honum verði nýtt til lækninga á öðrum einstaklingum, verði litið svo á að hann hafi heimilað það.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira