Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 24-34 | Enn bíða Framarar eftir sigrinum Einar Sigurvinsson skrifar 4. febrúar 2018 22:30 Vísir/Stefán Haukar unnu öruggan tíu marka sigur á Fram, 24-34, í kvöld. Sigur Hauka var aldrei í hættu en þetta var áttundi tapleikur Fram í röð í Olís-deildinni. Haukar voru betra lið vallarins frá fyrstu mínútu. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og héldu þeirri forystu, nokkuð vandræðalaust. Framarar voru hreyfanlegir í vörninni en það var alveg sama hvað þeir reyndu, Haukar fundu alltaf leið í gegnum þá. Á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins stungu Haukamenn af og breyttu stöðunni úr 10-12 í 10-16. Haukar því sex mörkum yfir í hálfleik og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir heimamenn í síðari hálfleiknum. Haukamenn mættu fullir einbeitingar í seinni hálfleikinn. Þeir Framarar sem vonuðust til þess að sex marka forskot fengi þá til að slaka á urðu ekki að ósk sinni. Haukar héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og voru langtum betra lið vallarins. Haukamenn misstu aldrei hausinn og héldu áfram að bæta í og var mótspyrna Framara lítil sem engin. Lokaniðurstaðan 24-34, sanngjarn tíu marka sigur Hauka.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar voru betri á öllum sviðum leiksins í kvöld. Vörn Haukamanna var gríðarlega sterk og þeir náðu að enda nánast allar uppstilltar sóknir á skoti, sem enduðu oftar en ekki inni. Fyrir aftan vörn Hauka var Björgvin Páll í fínu formi, með yfir 45 prósent markvörslu.Hverjir stóðu upp úr? Þetta var liðheildarsigur hjá Haukum. Þeir spiluðu á mörgum leikmönnum og allir stóðu þeir fyrir sínu. Björgvin Páll var með 18 varða bolta í markinu. Markahæsti leikmaður Hauka var Hákon Daði Styrmisson með 8 mörk. Langbesti maður Fram í kvöld var Andri Þór Helgason. Hann var markahæsti maður vallarins með 12 mörk. Hann gaf sig allan í verkefnið og leit á tímabili út fyrir að vera eini leikmaður Framara sem hafði einhvern áhuga á sigri í kvöld.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Framara var á löngum köflum alveg afleitur. Þeir treystu mikið á Arnar Birki sem neyddist oft til að taka erfið skot úr vonlausum færum. Arnar Birkir byrjaði leikinn vel en um leið og hann hætti að finna markið hrundi sóknarleikur Framara.Hvað gerist næst? Næstu leikur liðanna verða fimmtudaginn 8. febrúar í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Framarar eiga erfiðan leik fyrir höndum þar sem þeir mæta efsta liði Olís-deildarinnar, FH, í Hafnarfirði. Það má síðan gera ráð fyrir hörkuleik í Schenkerhöllinni þar sem Haukar taka á móti Val.Gunnar Magnússonvísir/antonGunnar: Sigldum þessu þægilega í gegn „Bara sáttur. Það er alltaf erfitt að koma hérna í Safamýrina og ná þunganum strax í byrjum og halda allan leikinn. Ég er bara sáttur með drengina, hvernig þeir nálguðust þetta verkefni og mættu klárir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í leikslok. Þrátt fyrir góða sex marka forystu í hálfleik misstu Haukamenn aldrei dampinn og enduðu með vinna leikinn með tíu mörkum. „Við höfum oft verið yfir hérna í Safamýrinni í hálfleik og verið mjög snöggir að glutra þessu niður. Þannig að við vissum að þeir yrðu fljótir að refsa ef við slökuðum á. Ég hamraði bara á því í hálfleik, að halda haus og fókus. Ég er ánægður með það hvernig við mættum í þetta og kláruðum þetta eins og menn.“ Ekki í fyrsta sinn í vetur var vörn og markvarsla Haukamanna góð og vildi Gunnar helst tileinka sigurinn þeim þáttum leiksins. „Vörn og markvarsla frábær. Ef við hefðum nýtt þess hraðaupphlaup, kannski helminginn af þeim hefði þetta verið ennþá betra. Sóknarlega vorum við agaðir og gáfum okkur tíma. Við sigldum þessu þannig þægilega í gegn,“ sagði Gunnar, sem var að vonum ánægður með sína menn, í leikslok.Guðmundur Helgi Pálssonvísir/antonGuðmundur Helgi: Þetta kemur „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði. Við vorum lélegir á nánast öllum sviðum. Við vorum bara ekki klárir. Þeir voru miklu betri í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, við Vísi í leikslok. Guðmundur var ekki ánægður með dómara leiksins og fannst ekki dæmt jafnt á bæði lið í kvöld. „Þeir börðu okkur, sundur og saman og komust upp með það. Við börðum þá tvisvar, þrisvar og fáum rautt og tvær mínútur. Það var bara munurinn í dag. Dómararnir voru svipað lélegir og við, við getum orðað það þannig.“ Tapið í kvöld var það áttunda í röð hjá Fram, en síðasti sigur liðsins kom gegn Víkingi þann 22. október. „Auðvitað er þetta áhyggjuefni, en við förum ekkert að hætta. Við verðum aðeins að finna gleðina aftur. Þetta er búið að vera þungt í nokkurn tíma. En um leið og við tökum tvo til þrjá sigurleiki þá hef ég ekkert áhyggjur af mínum mönnum. Þetta kemur,“ sagði Guðmundur Helgi að lokum. Olís-deild karla
Haukar unnu öruggan tíu marka sigur á Fram, 24-34, í kvöld. Sigur Hauka var aldrei í hættu en þetta var áttundi tapleikur Fram í röð í Olís-deildinni. Haukar voru betra lið vallarins frá fyrstu mínútu. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og héldu þeirri forystu, nokkuð vandræðalaust. Framarar voru hreyfanlegir í vörninni en það var alveg sama hvað þeir reyndu, Haukar fundu alltaf leið í gegnum þá. Á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins stungu Haukamenn af og breyttu stöðunni úr 10-12 í 10-16. Haukar því sex mörkum yfir í hálfleik og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir heimamenn í síðari hálfleiknum. Haukamenn mættu fullir einbeitingar í seinni hálfleikinn. Þeir Framarar sem vonuðust til þess að sex marka forskot fengi þá til að slaka á urðu ekki að ósk sinni. Haukar héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og voru langtum betra lið vallarins. Haukamenn misstu aldrei hausinn og héldu áfram að bæta í og var mótspyrna Framara lítil sem engin. Lokaniðurstaðan 24-34, sanngjarn tíu marka sigur Hauka.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar voru betri á öllum sviðum leiksins í kvöld. Vörn Haukamanna var gríðarlega sterk og þeir náðu að enda nánast allar uppstilltar sóknir á skoti, sem enduðu oftar en ekki inni. Fyrir aftan vörn Hauka var Björgvin Páll í fínu formi, með yfir 45 prósent markvörslu.Hverjir stóðu upp úr? Þetta var liðheildarsigur hjá Haukum. Þeir spiluðu á mörgum leikmönnum og allir stóðu þeir fyrir sínu. Björgvin Páll var með 18 varða bolta í markinu. Markahæsti leikmaður Hauka var Hákon Daði Styrmisson með 8 mörk. Langbesti maður Fram í kvöld var Andri Þór Helgason. Hann var markahæsti maður vallarins með 12 mörk. Hann gaf sig allan í verkefnið og leit á tímabili út fyrir að vera eini leikmaður Framara sem hafði einhvern áhuga á sigri í kvöld.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Framara var á löngum köflum alveg afleitur. Þeir treystu mikið á Arnar Birki sem neyddist oft til að taka erfið skot úr vonlausum færum. Arnar Birkir byrjaði leikinn vel en um leið og hann hætti að finna markið hrundi sóknarleikur Framara.Hvað gerist næst? Næstu leikur liðanna verða fimmtudaginn 8. febrúar í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Framarar eiga erfiðan leik fyrir höndum þar sem þeir mæta efsta liði Olís-deildarinnar, FH, í Hafnarfirði. Það má síðan gera ráð fyrir hörkuleik í Schenkerhöllinni þar sem Haukar taka á móti Val.Gunnar Magnússonvísir/antonGunnar: Sigldum þessu þægilega í gegn „Bara sáttur. Það er alltaf erfitt að koma hérna í Safamýrina og ná þunganum strax í byrjum og halda allan leikinn. Ég er bara sáttur með drengina, hvernig þeir nálguðust þetta verkefni og mættu klárir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í leikslok. Þrátt fyrir góða sex marka forystu í hálfleik misstu Haukamenn aldrei dampinn og enduðu með vinna leikinn með tíu mörkum. „Við höfum oft verið yfir hérna í Safamýrinni í hálfleik og verið mjög snöggir að glutra þessu niður. Þannig að við vissum að þeir yrðu fljótir að refsa ef við slökuðum á. Ég hamraði bara á því í hálfleik, að halda haus og fókus. Ég er ánægður með það hvernig við mættum í þetta og kláruðum þetta eins og menn.“ Ekki í fyrsta sinn í vetur var vörn og markvarsla Haukamanna góð og vildi Gunnar helst tileinka sigurinn þeim þáttum leiksins. „Vörn og markvarsla frábær. Ef við hefðum nýtt þess hraðaupphlaup, kannski helminginn af þeim hefði þetta verið ennþá betra. Sóknarlega vorum við agaðir og gáfum okkur tíma. Við sigldum þessu þannig þægilega í gegn,“ sagði Gunnar, sem var að vonum ánægður með sína menn, í leikslok.Guðmundur Helgi Pálssonvísir/antonGuðmundur Helgi: Þetta kemur „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði. Við vorum lélegir á nánast öllum sviðum. Við vorum bara ekki klárir. Þeir voru miklu betri í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, við Vísi í leikslok. Guðmundur var ekki ánægður með dómara leiksins og fannst ekki dæmt jafnt á bæði lið í kvöld. „Þeir börðu okkur, sundur og saman og komust upp með það. Við börðum þá tvisvar, þrisvar og fáum rautt og tvær mínútur. Það var bara munurinn í dag. Dómararnir voru svipað lélegir og við, við getum orðað það þannig.“ Tapið í kvöld var það áttunda í röð hjá Fram, en síðasti sigur liðsins kom gegn Víkingi þann 22. október. „Auðvitað er þetta áhyggjuefni, en við förum ekkert að hætta. Við verðum aðeins að finna gleðina aftur. Þetta er búið að vera þungt í nokkurn tíma. En um leið og við tökum tvo til þrjá sigurleiki þá hef ég ekkert áhyggjur af mínum mönnum. Þetta kemur,“ sagði Guðmundur Helgi að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti