Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 35-22 | Víkingur engin fyristaða fyrir toppliðið 4. febrúar 2018 18:45 Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. Vísir/Ernir FH lenti í engum vandræðum með botnlið Víkings í Olís-deild karla í kvöld, en toppliðið vann þrettán marka sigur, 35-22, í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins, en eftir það tók FH öll völd á vellinum. Þeir skoruðu átta næstu mörk leiksins og voru komniar í sjö marka forystu þegar lítt var liðið á leikinn. Birkir Fannar Bragason var að verja eins og berserkur í markinu hjá FH og þegar Víkingar komust í færi þá lokaði Birkir einfaldlega markinu. Þegar leið á rönkuðu þó gestirnir aðeins muninn og minnkuðu aðeins muninn. Heimamenn voru þó alltaf með tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn níu mörk, 17-8, en FH breytti stöðunni úr 14-8 í 17-8 og gerði þar með nánast út um leikinn. Síðari hálfleikurinn var algjört formsatriði fyrir topplið FH. Liðið hélt áfram af sama hraða og þeir gerðu í fyrri hálfleik, slökuðu ekkert á og hleyptu Víkingum ekki á bragðið. Þeir áttu í engum vandræðum með að skora og stóðu pligtina vel varnarlega. Að endingu vann FH með þrettán marka mun, 35-22. FH er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á ÍBV, en Eyjapiltar eiga leik til góða. Víkingur eru í ellefta sæti með fimm stig, jafn mörg og Fjölnir sem er á botninum, en betri innbyrðisviðureignir. Grótta er svo í tíunda sæti með sjö stig.Afhverju vann FH? FH er einfaldlega bara með mikið betra lið en Víkingur. FH byrjaði af miklum krafti og náði strax upp góðri forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Víkingar fundu lítil sem engin svör við sterkum varnarleik FH og þegar þeir fundu lausn var Birkir Fannar að verja í markinu. Sóknarlega var FH að fá mikið úr mörgum áttum á meðan Víkingarnir voru ragir. Formsatriði fyrir FH.Þessir stóðu upp úr Birkir Fannar Bragason var magnaður í FH-markinu. Þó að nokkur skot hafi verið mjög auðveld fyrir hann að verja, enda fóru þau af vörninni, þá tók hann nokkur dauðafæri þegar Víkingar náðu að opna vörnina. Hann var með yfir 60% markvörslu í fyrri hálfleik. Sóknarlega voru margir að leggja lóð sín á vogaskálarnar og þar mætti helst nefna Jóhann Birgi Ingvarssons sem átti mjög góðan leik, en hann er að stíga upp úr meiðslum. Jóhann skoraði að vild, en að endingu skoraði hann átta mörk. Fleiri leikmenn spiluðu einnig vel; liðsheildin öflug sem fyrr hjá Fimleikafélaginu. Erfitt er að taka einhvern út hjá Víkingum. Liðið virkaði ragt á löngum köflum leiksins og fáir þorðu að taka á skarið í sóknarleiknum Hrafn Valdísarson átti ágætis innkomu í markið í fyrri hálfleik, en síðan ekki söguna meir. Birgir Már Birgisson var þeirra markahæsti maður með fimm mörk.Hvað gekk illa? FH lagði grunninn að sigrinum í upphafi leiks þegar þeir náðu upp sjö marka forystu strax á tíu mínútum leiksins. Þar voru Víkingarnir ragir í sóknarleiknum, fengu enga markvörslu og vörnin stóð illa. Það gekk einfaldlega allt á afturfótanum hjá þeim fyrsta stundarfjórðunginn svo að þar grófu þeir sína eigin gröf. Eftirleikurinn var svo virkilega erfiður enda að etja kappi við eitt besta lið landsins.Hvað gerist næst? FH spiller næst á fimtudaginn þegar liðið fær Fram í heimsókn í Kaplakrika, en leikurinn er liður í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. FH vonast eftir að fara í úrslitahelgina annað árið í röð. Næsti leikur liðsins er svo á mánudaginn eftir átta daga gegn Val á útivelli, en Víkingar spila sama kvöld gegn Stjörnunni í Víkinni. Víkingar þurfa að fara vinna einhverja leiki ætli þeir sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð, en leikjunum fækkar og fækkar.Jóhann Birgir: Feitur með gæði „Þetta var ekki auðveldara en við bjuggumst við. Við vorum búnir að ákveða að setja statement í þessum leik,” sagði Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH, í leikslok. „Ég tel okkur hafa gert það. Við ætlum að sýna það að við eigum skilum þar sem við erum núna í töflunni og ég tel okkur hafa gert það.” Jóhann Birgir átti virkilega góðan leik, en hann er að stíga upp úr meiðslum. Hann var ánægður með leik sinn og skaut einnig aðeins á sjálfan sig. „Meiðslin eru að hverfa. Ég er feitur með gæði núna og bráðum verð ég í formi með gæði,” en FH er með fjögurra stiga forskot því leik ÍBV var frestað í kvöld. „Það eru sex leikir eftir í deildinni. Við förum í hvern leik til að vinna,” en næsti leikur FH er bikarleikur gegn Fram á fimmtudaginn. Leikurinn er liður í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. „Það eru skemmtilegustu leikirnir að spila. Allir leikirnir eru úrslitaleikir og alltaf geggjaðir leikir,” sagði Jóhann Birgir að lokum. Spili hann svona áfram verður hann mikil búbót fyrir FH-liðið.Gunnar: Númeri of stórir „Við byrjum illa. Þeir eru bara númeri of stórir fyrir okkur. Þegar þeir eru með sitt besta lið inni á þá eigum við erfitt bæði varnar- og sóknarlega,” sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var þó jákvætt að menn voru að reyna og það var barátta í mönnum. Menn reyndu hluti, en þetta var mjög erfitt. Ótrúlega sanngjarn FH-sigur.” Víkingur skoruðu fyrsta markið og svo ekki mark fyrr en tíu mínútum seinna. Gunnar segir að liðinu skorti oft þolinmæði í sóknarleikinn. „Sóknarleikurinn okkar snýst um að láta boltann ganga betur. Við höfum verið að reyna vinna með það. Við erum að taka færin of fljótt og kerfin fá ekki að rúlla nægilega lengi.” „Okkur vantar oft eina til þrjár sendingar og það gekk ágætlega þegar leið á. Menn voru meðvitaðari um það í síðari hálfleik.” „Það var fyrirfram vitað að þessir tveir fyrstu leikir eftir áramót gegn FH og ÍBV yrðu gífurlega erfiðir. Þetta eru tvö af öflugustu liðum landsins og við eigum dálítið langt í land þangað.” Víkingar eru í harðri baráttu á botni deildarinnar um að forðast falldrauginn og Gunnar hefur enn trú á verkefninu. „Það er enn möguleiki í neðri hlutanum. Við erum að berjast fyrir því og höldum áfram með þá trú að við náum því,” sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla
FH lenti í engum vandræðum með botnlið Víkings í Olís-deild karla í kvöld, en toppliðið vann þrettán marka sigur, 35-22, í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins, en eftir það tók FH öll völd á vellinum. Þeir skoruðu átta næstu mörk leiksins og voru komniar í sjö marka forystu þegar lítt var liðið á leikinn. Birkir Fannar Bragason var að verja eins og berserkur í markinu hjá FH og þegar Víkingar komust í færi þá lokaði Birkir einfaldlega markinu. Þegar leið á rönkuðu þó gestirnir aðeins muninn og minnkuðu aðeins muninn. Heimamenn voru þó alltaf með tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn níu mörk, 17-8, en FH breytti stöðunni úr 14-8 í 17-8 og gerði þar með nánast út um leikinn. Síðari hálfleikurinn var algjört formsatriði fyrir topplið FH. Liðið hélt áfram af sama hraða og þeir gerðu í fyrri hálfleik, slökuðu ekkert á og hleyptu Víkingum ekki á bragðið. Þeir áttu í engum vandræðum með að skora og stóðu pligtina vel varnarlega. Að endingu vann FH með þrettán marka mun, 35-22. FH er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á ÍBV, en Eyjapiltar eiga leik til góða. Víkingur eru í ellefta sæti með fimm stig, jafn mörg og Fjölnir sem er á botninum, en betri innbyrðisviðureignir. Grótta er svo í tíunda sæti með sjö stig.Afhverju vann FH? FH er einfaldlega bara með mikið betra lið en Víkingur. FH byrjaði af miklum krafti og náði strax upp góðri forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Víkingar fundu lítil sem engin svör við sterkum varnarleik FH og þegar þeir fundu lausn var Birkir Fannar að verja í markinu. Sóknarlega var FH að fá mikið úr mörgum áttum á meðan Víkingarnir voru ragir. Formsatriði fyrir FH.Þessir stóðu upp úr Birkir Fannar Bragason var magnaður í FH-markinu. Þó að nokkur skot hafi verið mjög auðveld fyrir hann að verja, enda fóru þau af vörninni, þá tók hann nokkur dauðafæri þegar Víkingar náðu að opna vörnina. Hann var með yfir 60% markvörslu í fyrri hálfleik. Sóknarlega voru margir að leggja lóð sín á vogaskálarnar og þar mætti helst nefna Jóhann Birgi Ingvarssons sem átti mjög góðan leik, en hann er að stíga upp úr meiðslum. Jóhann skoraði að vild, en að endingu skoraði hann átta mörk. Fleiri leikmenn spiluðu einnig vel; liðsheildin öflug sem fyrr hjá Fimleikafélaginu. Erfitt er að taka einhvern út hjá Víkingum. Liðið virkaði ragt á löngum köflum leiksins og fáir þorðu að taka á skarið í sóknarleiknum Hrafn Valdísarson átti ágætis innkomu í markið í fyrri hálfleik, en síðan ekki söguna meir. Birgir Már Birgisson var þeirra markahæsti maður með fimm mörk.Hvað gekk illa? FH lagði grunninn að sigrinum í upphafi leiks þegar þeir náðu upp sjö marka forystu strax á tíu mínútum leiksins. Þar voru Víkingarnir ragir í sóknarleiknum, fengu enga markvörslu og vörnin stóð illa. Það gekk einfaldlega allt á afturfótanum hjá þeim fyrsta stundarfjórðunginn svo að þar grófu þeir sína eigin gröf. Eftirleikurinn var svo virkilega erfiður enda að etja kappi við eitt besta lið landsins.Hvað gerist næst? FH spiller næst á fimtudaginn þegar liðið fær Fram í heimsókn í Kaplakrika, en leikurinn er liður í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. FH vonast eftir að fara í úrslitahelgina annað árið í röð. Næsti leikur liðsins er svo á mánudaginn eftir átta daga gegn Val á útivelli, en Víkingar spila sama kvöld gegn Stjörnunni í Víkinni. Víkingar þurfa að fara vinna einhverja leiki ætli þeir sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð, en leikjunum fækkar og fækkar.Jóhann Birgir: Feitur með gæði „Þetta var ekki auðveldara en við bjuggumst við. Við vorum búnir að ákveða að setja statement í þessum leik,” sagði Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH, í leikslok. „Ég tel okkur hafa gert það. Við ætlum að sýna það að við eigum skilum þar sem við erum núna í töflunni og ég tel okkur hafa gert það.” Jóhann Birgir átti virkilega góðan leik, en hann er að stíga upp úr meiðslum. Hann var ánægður með leik sinn og skaut einnig aðeins á sjálfan sig. „Meiðslin eru að hverfa. Ég er feitur með gæði núna og bráðum verð ég í formi með gæði,” en FH er með fjögurra stiga forskot því leik ÍBV var frestað í kvöld. „Það eru sex leikir eftir í deildinni. Við förum í hvern leik til að vinna,” en næsti leikur FH er bikarleikur gegn Fram á fimmtudaginn. Leikurinn er liður í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. „Það eru skemmtilegustu leikirnir að spila. Allir leikirnir eru úrslitaleikir og alltaf geggjaðir leikir,” sagði Jóhann Birgir að lokum. Spili hann svona áfram verður hann mikil búbót fyrir FH-liðið.Gunnar: Númeri of stórir „Við byrjum illa. Þeir eru bara númeri of stórir fyrir okkur. Þegar þeir eru með sitt besta lið inni á þá eigum við erfitt bæði varnar- og sóknarlega,” sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var þó jákvætt að menn voru að reyna og það var barátta í mönnum. Menn reyndu hluti, en þetta var mjög erfitt. Ótrúlega sanngjarn FH-sigur.” Víkingur skoruðu fyrsta markið og svo ekki mark fyrr en tíu mínútum seinna. Gunnar segir að liðinu skorti oft þolinmæði í sóknarleikinn. „Sóknarleikurinn okkar snýst um að láta boltann ganga betur. Við höfum verið að reyna vinna með það. Við erum að taka færin of fljótt og kerfin fá ekki að rúlla nægilega lengi.” „Okkur vantar oft eina til þrjár sendingar og það gekk ágætlega þegar leið á. Menn voru meðvitaðari um það í síðari hálfleik.” „Það var fyrirfram vitað að þessir tveir fyrstu leikir eftir áramót gegn FH og ÍBV yrðu gífurlega erfiðir. Þetta eru tvö af öflugustu liðum landsins og við eigum dálítið langt í land þangað.” Víkingar eru í harðri baráttu á botni deildarinnar um að forðast falldrauginn og Gunnar hefur enn trú á verkefninu. „Það er enn möguleiki í neðri hlutanum. Við erum að berjast fyrir því og höldum áfram með þá trú að við náum því,” sagði Gunnar að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti