Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2018 21:00 Airbus A321 LR í fyrsta flugtaki í Hamborg í gær. Mynd/Airbus. Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið: Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Vara við súkkulaðirúsínum Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Sjá meira
Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið:
Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Vara við súkkulaðirúsínum Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Sjá meira
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00