Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 09:30 Nú eru hlauparar víða um heim farnir að tína rusl samhliða því að hlaupa og Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með það. NORDICPHOTOS/GETTY/einkasafn Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Glaðningur frá Viðtækjaverzlun ríkisins í veggnum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira
Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Glaðningur frá Viðtækjaverzlun ríkisins í veggnum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira