Vímaðir fylltu fangageymslur í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:05 Lögreglan í Kópavogi, sem og í öðrum höfuðborgarsveitarfélögum, hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vihelm Ökumaður bíls, sem lögregla stöðvaði á Reykjanesbraut á móts við Helluhverfi á öðrum tímanum í nótt, var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann var ekki viðræðuhæfur um eitt eða neitt. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar víman verður runnin af honum. Annar vímaður ökumaður varð valdur að árekstri á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á tólfta tímanum. Draga þurfti aðra bifreiðina af vettvangi en ekki hefur verið hægt að yfirheyra tjónvaldinn vegna vímu. Hann hefur einnig fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt. Svipaða sögu er að segja af öðrum ökumanni, sem stöðvaður var í Vallahverfinu í Hafnarfirði skömmu síðar. Hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu, og gistir líka fangageymslur. Tveir einstaklingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi skömmu eftir miðnætti vegna aðkomu að fíkniefnamáli. Báðir voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir, rétt eins og fyrrnefndu mennirnir þrír, voru í svo mikilli vímu að ekkert vitrænt fékkst úr þeim. Þannig vildu þeir ekkert kannast við fíkniefnin sem lögreglan fann í bíl þeirra - en annar maðurinn, í fyrrnefndu ástandi, hafði ekið bifreiðinni. Annars komu 30 mál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar við Hverfisgötu fullar, sem fátítt er í miðri viku. Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Ökumaður bíls, sem lögregla stöðvaði á Reykjanesbraut á móts við Helluhverfi á öðrum tímanum í nótt, var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann var ekki viðræðuhæfur um eitt eða neitt. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar víman verður runnin af honum. Annar vímaður ökumaður varð valdur að árekstri á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á tólfta tímanum. Draga þurfti aðra bifreiðina af vettvangi en ekki hefur verið hægt að yfirheyra tjónvaldinn vegna vímu. Hann hefur einnig fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt. Svipaða sögu er að segja af öðrum ökumanni, sem stöðvaður var í Vallahverfinu í Hafnarfirði skömmu síðar. Hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu, og gistir líka fangageymslur. Tveir einstaklingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi skömmu eftir miðnætti vegna aðkomu að fíkniefnamáli. Báðir voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir, rétt eins og fyrrnefndu mennirnir þrír, voru í svo mikilli vímu að ekkert vitrænt fékkst úr þeim. Þannig vildu þeir ekkert kannast við fíkniefnin sem lögreglan fann í bíl þeirra - en annar maðurinn, í fyrrnefndu ástandi, hafði ekið bifreiðinni. Annars komu 30 mál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar við Hverfisgötu fullar, sem fátítt er í miðri viku.
Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira