Kveður Burberry eftir 17 ár Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 20:00 Glamour/Getty Tískuvikan í London stendur nú yfir, þar sem eftirvæntingin var mikil eftir Burberry. Ástæðan fyrir því var að þetta var síðasta lína Christopher Bailey fyrir tískuhúsið, en þar hefur hann hannað síðustu sautján ár. Línan var sýnd í vestur-London, þar sem margar stjörnur voru á meðal áhorfenda, og einar vinsælustu fyrirsætur Bretlands gengu tískupallana. Litagleðin var allsráðandi, en Christopher notaði regnbogalitina mikið, í loðkápum jafnt sem pilsum. Mikið var um mynstur, þar sem gegnsæjar flíkur voru settar yfir prjónapeysur eða langermaboli. Það trend var áberandi fyrir sumarið, svo gaman er að sjá að það muni halda áfram og inn í veturinn. Köflótt var enn áberandi, en skortur var samt á þessum gömlu góðu klassísku Burberry-flíkum sem Christopher hefur gert svo vinsælt, eins og bresku hermannajakkarnir. Það verður spennandi að sjá hvað Christopher Bailey gerir næst, en eitt er víst, og það er að hann ákvað að fara frá Burberry á glaðlegan hátt. Burberry finale A post shared by Suzy Menkes (@suzymenkesvogue) on Feb 17, 2018 at 10:37am PST Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Tískuvikan í London stendur nú yfir, þar sem eftirvæntingin var mikil eftir Burberry. Ástæðan fyrir því var að þetta var síðasta lína Christopher Bailey fyrir tískuhúsið, en þar hefur hann hannað síðustu sautján ár. Línan var sýnd í vestur-London, þar sem margar stjörnur voru á meðal áhorfenda, og einar vinsælustu fyrirsætur Bretlands gengu tískupallana. Litagleðin var allsráðandi, en Christopher notaði regnbogalitina mikið, í loðkápum jafnt sem pilsum. Mikið var um mynstur, þar sem gegnsæjar flíkur voru settar yfir prjónapeysur eða langermaboli. Það trend var áberandi fyrir sumarið, svo gaman er að sjá að það muni halda áfram og inn í veturinn. Köflótt var enn áberandi, en skortur var samt á þessum gömlu góðu klassísku Burberry-flíkum sem Christopher hefur gert svo vinsælt, eins og bresku hermannajakkarnir. Það verður spennandi að sjá hvað Christopher Bailey gerir næst, en eitt er víst, og það er að hann ákvað að fara frá Burberry á glaðlegan hátt. Burberry finale A post shared by Suzy Menkes (@suzymenkesvogue) on Feb 17, 2018 at 10:37am PST
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour