Sighvatur pakkaði enska UFC-kappanum saman Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 19:30 Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“ MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum