Allir steinarnir í krullukeppni ÓL koma frá einni lítilli eyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 23:00 Rússinn Anastasia Bryzgalova með krullustein frá Ailsa Craig. Vísir/EPA Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira
Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira