Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 04:59 Svona leit skjálftakort Veðurstofunnar út skömmu fyrir klukkan 5 í morgun. Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands hafa tugir skjálfta mælst stærri en 3 í eyjunni frá miðnætti. Stærsti skjálftinn reið yfir um klukkan 5:30 í morgun en hann reyndist vera 5,2 að stærð. Skömmu áður hafði mælst skjálfti af stærðinni 4,5 í eyjunni. Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 01:03, klukkan 02:24 var skjálfti að stærð 3,7 og klukkan 02:39 mældist einn skjálfti 3,5 að stærð við Grímsey. Skömmu eftir klukkan 3 í nótt mældust svo tveir skjálftar rúmlega 4,0 að stærð. Þrír skjálftar, allir stærri en 3, fylgdu svo skömmu á eftir. Fjöldi minni skjálfta sem riðið hafa yfir eyjuna síðastliðinn sólarhring hleypur á hundruðum. Stærstu skjálftarnir hafa fundist greinilega á Akureyri, Húsavík sem og auðvitað í Grímsey.Morgunblaðið hefur eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi að atburðarásin á bak við skjálftahrinuna sé mjög óvenjuleg. Hann segir í meira en hundrað ár hafi verið beðið eftir stórum skjálfta á svæðinu og greinilegt sé að jarðskorpan sé að losa um heilmikla spennu á Tjörnesbrotabeltinu. Hann segir að ef hann byggi á Húsavík myndi hann taka alla brothætta og verðmæta muni úr hillum á meðan hrinan er enn í gangi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 8:20. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 „Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar. 17. febrúar 2018 22:39 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands hafa tugir skjálfta mælst stærri en 3 í eyjunni frá miðnætti. Stærsti skjálftinn reið yfir um klukkan 5:30 í morgun en hann reyndist vera 5,2 að stærð. Skömmu áður hafði mælst skjálfti af stærðinni 4,5 í eyjunni. Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 01:03, klukkan 02:24 var skjálfti að stærð 3,7 og klukkan 02:39 mældist einn skjálfti 3,5 að stærð við Grímsey. Skömmu eftir klukkan 3 í nótt mældust svo tveir skjálftar rúmlega 4,0 að stærð. Þrír skjálftar, allir stærri en 3, fylgdu svo skömmu á eftir. Fjöldi minni skjálfta sem riðið hafa yfir eyjuna síðastliðinn sólarhring hleypur á hundruðum. Stærstu skjálftarnir hafa fundist greinilega á Akureyri, Húsavík sem og auðvitað í Grímsey.Morgunblaðið hefur eftir Ármanni Höskuldssyni, eldfjallafræðingi að atburðarásin á bak við skjálftahrinuna sé mjög óvenjuleg. Hann segir í meira en hundrað ár hafi verið beðið eftir stórum skjálfta á svæðinu og greinilegt sé að jarðskorpan sé að losa um heilmikla spennu á Tjörnesbrotabeltinu. Hann segir að ef hann byggi á Húsavík myndi hann taka alla brothætta og verðmæta muni úr hillum á meðan hrinan er enn í gangi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 8:20.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 „Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar. 17. febrúar 2018 22:39 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
„Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar. 17. febrúar 2018 22:39
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15