Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 21:00 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. Sigurður var dæmdur árið 2004 til tveggja ára fangelsisvistar vegna hlutdeildar sinnar í brennu, hann lauk afplánun sinni árið 2006. RÚV greindi fyrst frá málinu. Sigurður situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna Elvira grunuð um aðild að málinu en neitar þó allri vitneskju. Mál Sunnu hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu og Sigurðar á Málaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Hún hlaut mænuskaða í slysinu og er lömuð fyrir neðan brjóst.Sparkaði gat á hurð og kveikti í anddyri húss Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003 sparkað gat á útidyrahurð á einbýlishúsi í Laugardal, hellt tíu lítrum af bensíni í anddyri hússins, á tröppur og á útveggi hússins og kveikt í því svo eldur blossaði upp. Þrír íbúar voru í húsinu og taldi héraðsdómur að Sigurður og tveir aðrir menn sem einnig voru ákærðir í málinu hafi með þessi stofnað lífi þeirra í hættu. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Sigurður játaði brot sitt í meginatriðum en neitaði því þó að hafa hellt bensíni yfir umrædda hluta hússins. Hann sagði að hann hafi farið að húsinu í Laugardal til þess að hræða húsráðanda vegna þess að húsráðandinn hafi nokkru áður skotið á hann og hina ákærðu mennina úr haglabyssu. Sigurður og vitorðsmenn hans voru allir undir áhrifum áfengis og amfetamíns þegar þeir brutu af sér. Sambýliskona húsráðandans sagði fyrir dómi að hún hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna atviksins og að hún hafi átt við geðrænar raskanir að stríða vegna þess og að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu í kjölfar þess. Hún lá í um tíu daga á geðdeild eftir atvikið.Fjallað var um málið í fréttum árið 2003.Fréttablaðið 10. desember 2004.Fékk uppreist æru fyrir fimm árum Sigurður sótti um uppreist æru í byrjun september 2013 og var umsókn hans samþykkt síðar í sama mánuði. Í umsókn hans segir að frá árinu 2007 hafi Sigurður stýrt og verið í forsvari fyrir þrjú byggingaverktakafyrirtæki og að sá rekstur hafi skilað mikilli velgengni enda hafi hann og samstarfsfélagar hans innt af hendi mörg verkefni, þar á meðal í samvinnu við Reykjavíkurborg. Sigurður átti meðal annars félagið SS hús ehf. en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að grunur leiki á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu og að undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna króna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattyfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. „Umsækjandi hefur allt frá því hann lauk afplánun verið löghlýðinn þjóðfélagsþegn og ráðsettur tveggja barna faðir í sambúð,“ segir að lokum í bréfi Sigurðar. Tolli Morthens og Sigurður unnu saman að uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa.Vísir/GVATolli Morthens sagði Sigurð vera „fyrirmyndar samborgara“ Tvö meðmælabréf fylgdu umsókn Sigurðar um uppreist æru, annað frá listamanninum Þorláki Morthens, betur þekktur sem Tolli, og hitt frá Pétri Blöndal Gíslasyni. Í meðmælabréfi Tolla segir að hann og Sigurður hafi átt „samleið á lífsins vegi“ frá árinu 2007. „Er mér það sönn ánægja að geta vottað það að þar er á ferðinni traustur, áreiðanlegur og góður maður,“ segir í bréfi Tolla. Sigurður og Tolli höfðu þá tekið þátt í uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa á Íslandi. „Í stuttu máli leyfi ég mér af einlægni að fullyrða að í Sigurði er að finna það sem að maður getur kallað „fyrirmyndar samborgari““, segir Tolli í bréfi sínu. Tolli Morthens rataði í fréttir á síðasta ári, þegar umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna stóð sem hæst, en hann hafði einnig veitt öðrum manni meðmælabréf af þessum toga. Sá maður hafði hlotið fangelsisdóm árið 1998 þar sem hann var fundinn sekur um nauðgun. Tolli sagði í bréfi sínu varðandi þann mann að hann væri „traustur samborgari“.Margdæmdur maður vottaði Sigurði góða hegðun Hitt meðmælabréfið er frá Pétri Blöndal Gíslasyni, starfsmanni Hveravalla, en þeir höfðu leitt saman betrunarstarf á Litla Hrauni. „Sigurður Kristinsson hefur þar verið ómetanlegur liðsauki og sá kraftur sem honum fylgir eftir að hann snéri við sínu blaði hefur verið innblástur fyrir marga,“ segir í bréfi Péturs. Pétur segir í bréfi sínu að hann hafi sjálfur snúið við blaðinu árið 1983 en hann var fjórum sinnum dæmdur í fangelsi fyrir þann tíma, meðal annars vegna fíkniefnamisferlis. „Ég leyfi mér að fullyrða að Sigurður er staddur á allt öðrum stað með líf sitt en fyrir sjö árum síðan þegar hann umsnéri lífi sínu,“ segir Pétur í bréfinu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. Sigurður var dæmdur árið 2004 til tveggja ára fangelsisvistar vegna hlutdeildar sinnar í brennu, hann lauk afplánun sinni árið 2006. RÚV greindi fyrst frá málinu. Sigurður situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna Elvira grunuð um aðild að málinu en neitar þó allri vitneskju. Mál Sunnu hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu og Sigurðar á Málaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Hún hlaut mænuskaða í slysinu og er lömuð fyrir neðan brjóst.Sparkaði gat á hurð og kveikti í anddyri húss Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003 sparkað gat á útidyrahurð á einbýlishúsi í Laugardal, hellt tíu lítrum af bensíni í anddyri hússins, á tröppur og á útveggi hússins og kveikt í því svo eldur blossaði upp. Þrír íbúar voru í húsinu og taldi héraðsdómur að Sigurður og tveir aðrir menn sem einnig voru ákærðir í málinu hafi með þessi stofnað lífi þeirra í hættu. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Sigurður játaði brot sitt í meginatriðum en neitaði því þó að hafa hellt bensíni yfir umrædda hluta hússins. Hann sagði að hann hafi farið að húsinu í Laugardal til þess að hræða húsráðanda vegna þess að húsráðandinn hafi nokkru áður skotið á hann og hina ákærðu mennina úr haglabyssu. Sigurður og vitorðsmenn hans voru allir undir áhrifum áfengis og amfetamíns þegar þeir brutu af sér. Sambýliskona húsráðandans sagði fyrir dómi að hún hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna atviksins og að hún hafi átt við geðrænar raskanir að stríða vegna þess og að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu í kjölfar þess. Hún lá í um tíu daga á geðdeild eftir atvikið.Fjallað var um málið í fréttum árið 2003.Fréttablaðið 10. desember 2004.Fékk uppreist æru fyrir fimm árum Sigurður sótti um uppreist æru í byrjun september 2013 og var umsókn hans samþykkt síðar í sama mánuði. Í umsókn hans segir að frá árinu 2007 hafi Sigurður stýrt og verið í forsvari fyrir þrjú byggingaverktakafyrirtæki og að sá rekstur hafi skilað mikilli velgengni enda hafi hann og samstarfsfélagar hans innt af hendi mörg verkefni, þar á meðal í samvinnu við Reykjavíkurborg. Sigurður átti meðal annars félagið SS hús ehf. en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að grunur leiki á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu og að undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna króna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattyfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. „Umsækjandi hefur allt frá því hann lauk afplánun verið löghlýðinn þjóðfélagsþegn og ráðsettur tveggja barna faðir í sambúð,“ segir að lokum í bréfi Sigurðar. Tolli Morthens og Sigurður unnu saman að uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa.Vísir/GVATolli Morthens sagði Sigurð vera „fyrirmyndar samborgara“ Tvö meðmælabréf fylgdu umsókn Sigurðar um uppreist æru, annað frá listamanninum Þorláki Morthens, betur þekktur sem Tolli, og hitt frá Pétri Blöndal Gíslasyni. Í meðmælabréfi Tolla segir að hann og Sigurður hafi átt „samleið á lífsins vegi“ frá árinu 2007. „Er mér það sönn ánægja að geta vottað það að þar er á ferðinni traustur, áreiðanlegur og góður maður,“ segir í bréfi Tolla. Sigurður og Tolli höfðu þá tekið þátt í uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa á Íslandi. „Í stuttu máli leyfi ég mér af einlægni að fullyrða að í Sigurði er að finna það sem að maður getur kallað „fyrirmyndar samborgari““, segir Tolli í bréfi sínu. Tolli Morthens rataði í fréttir á síðasta ári, þegar umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna stóð sem hæst, en hann hafði einnig veitt öðrum manni meðmælabréf af þessum toga. Sá maður hafði hlotið fangelsisdóm árið 1998 þar sem hann var fundinn sekur um nauðgun. Tolli sagði í bréfi sínu varðandi þann mann að hann væri „traustur samborgari“.Margdæmdur maður vottaði Sigurði góða hegðun Hitt meðmælabréfið er frá Pétri Blöndal Gíslasyni, starfsmanni Hveravalla, en þeir höfðu leitt saman betrunarstarf á Litla Hrauni. „Sigurður Kristinsson hefur þar verið ómetanlegur liðsauki og sá kraftur sem honum fylgir eftir að hann snéri við sínu blaði hefur verið innblástur fyrir marga,“ segir í bréfi Péturs. Pétur segir í bréfi sínu að hann hafi sjálfur snúið við blaðinu árið 1983 en hann var fjórum sinnum dæmdur í fangelsi fyrir þann tíma, meðal annars vegna fíkniefnamisferlis. „Ég leyfi mér að fullyrða að Sigurður er staddur á allt öðrum stað með líf sitt en fyrir sjö árum síðan þegar hann umsnéri lífi sínu,“ segir Pétur í bréfinu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15