Alþingisbatteríin búin hjá Vigdísi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 12:50 Vigdís vill verða næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir segist ekki hafa getað hugsað sér að fara í framboð til Alþingis fyrir Miðflokkinn í þingkosningunum síðasta haust. Hún segir alþingisbatteríin hafa verið búin og að hún hafi verið ósátt við margt í starfi þingsins. Þetta kom fram í máli Vigdísar í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag, en Vigdís mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að taka með sér 4-6 fulltrúa í borgarstjórn. Hún segir að enginn þurfi að efast um að hún fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að málum. „Við höfum verið gríðarlega þéttir samherjar í þessum stóru málum. Það þarf enginn að efast um mín heilindi í því máli.“Skuldamál borgarinnar efst á baugi Skilafrestur framboða á lista Miðflokksins í borginni rann út á hádegi í dag og verða efstu sex sætin kynnt næsta laugardag. „Markmiðið er hjá okkur að stilla upp sigurstranglegum lista sem hristir upp í borgarmálunum, tekur á skuldastöðu reykjavíkurborgar og hefur það afl að vera það stór að leiða næsta meirihluta í borginni,“ segir Vigdís. Hún segir að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar verði ofarlega á baugi í kosningabaráttu Miðflokksins. „Skuldamál reykjavíkurborgar, það verður ekki farið fram með dýr kosningaloforð nema það komi sparnaðartillögur á móti. Fyrstu þrjá mánuðina eftir kosningar verður farið í það að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og það skoðað hvort útsvarstekjurnar séu að skila sér í þá hluti sem þeir eiga að gera,“ segir Vigdís. Og þú vilt verða borgarstjóri? „Já.“ Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segist ekki hafa getað hugsað sér að fara í framboð til Alþingis fyrir Miðflokkinn í þingkosningunum síðasta haust. Hún segir alþingisbatteríin hafa verið búin og að hún hafi verið ósátt við margt í starfi þingsins. Þetta kom fram í máli Vigdísar í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag, en Vigdís mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að taka með sér 4-6 fulltrúa í borgarstjórn. Hún segir að enginn þurfi að efast um að hún fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að málum. „Við höfum verið gríðarlega þéttir samherjar í þessum stóru málum. Það þarf enginn að efast um mín heilindi í því máli.“Skuldamál borgarinnar efst á baugi Skilafrestur framboða á lista Miðflokksins í borginni rann út á hádegi í dag og verða efstu sex sætin kynnt næsta laugardag. „Markmiðið er hjá okkur að stilla upp sigurstranglegum lista sem hristir upp í borgarmálunum, tekur á skuldastöðu reykjavíkurborgar og hefur það afl að vera það stór að leiða næsta meirihluta í borginni,“ segir Vigdís. Hún segir að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar verði ofarlega á baugi í kosningabaráttu Miðflokksins. „Skuldamál reykjavíkurborgar, það verður ekki farið fram með dýr kosningaloforð nema það komi sparnaðartillögur á móti. Fyrstu þrjá mánuðina eftir kosningar verður farið í það að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og það skoðað hvort útsvarstekjurnar séu að skila sér í þá hluti sem þeir eiga að gera,“ segir Vigdís. Og þú vilt verða borgarstjóri? „Já.“
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira