16 ára piltur gripinn við sölu fíkniefna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 08:32 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/KTD Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira