Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Er þetta í samræmi við ákvæði hluthafasamkomulags, sem gert var 3. september 2009 á milli Arion banka hf., Kaupskila ehf. og fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.
Bankasýsla ríkisins mun nú taka tilkynningu Kaupskila til skoðunar. Fyrr í dag var einnig tilkynnt um að Arion banki hefði þykkt að kaupa 9,5 prósent af hlutabréfum í bankanum af Kaupskilum fyrir 17, 1 milljarð króna.
Þá hafa innlendir og erlendir aðilar einnig nýlega keypt 5,34 prósent í Arion banka í gegnum Kaupskil. Innlendu sjóðirnir kaupa 2,54 prósent í bankanum og þeir erlendu, tveir af erlendu hluthöfum bankans, kaupa 2,8 prósent.
Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016.
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka

Tengdar fréttir

Selja rúm fimm prósent í Arion banka
Kaupendur er fjöldi sjóða í rekstri fjögurra innlendra sjóðastýringarfyrirtækja og tveir af erlendum hluthöfum bankans, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) og Goldman Sachs.

Arion banki hagnaðist um 14,4 milljarða
Hagnaður dróst saman um þriðjung frá 2016.

Arion kaupir tíund í sjálfum sér
Arion mun greiða 90.087 krónur á hlut og heildarkaupverð er rúmlega 17,1 milljarður króna.