Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis, í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð: Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð:
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent