„Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 14:00 Adam Rippon og Gus Kenworthy á setningarhátíðinni. Twitter/ @guskenworthy Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira