Ölvaðar ungar konur slógu dyravörð og hentu glerglasi í bifreið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 07:31 Ölvaður maður sparkaði í bíl og hafði í hótunum við bílstjóra og farþega í nótt. Vísir/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Tvær mjög ölvaðar ungar konur voru handteknar í miðbæ Reykjavíkur í nótt og færðar á lögreglustöð. Þá hafði þeim áður verið vísað út af skemmtistað vegna hegðunar. Þegar út var komið sló önnur konan dyravörð en hin henti glerglasi í bíl. Ekki er vitað um skemmdir, kröfur og áverka þegar þetta er skrifað. Rétt fyrir miðnætti var ölvaður maður handtekinn fyrir mikil eignaspjöll á bifreið. Ökumaður og farþegi sátu í kyrrstæðri bifreiðinni þegar ölvaði maðurinn kom og reyndi að komast inn í bifreiðina. Þegar honum var ekki hleypt inn brást hann illa við og sparkaði í allar hliðar bifreiðarinnar og hafði í ofbeldishótunum. Að sögn lögreglu var hann vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar ölvíman hefur runnið af honum. Skömmu síðar var mjög ölvaður ökumaður handtekinn á skemmtistað í miðbænum fyrir að reyna að nota stolið greiðslukort. Hann verður vistaður í fangageymslu lögreglu þar til rennur af honum og hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál í miðbænum en enginn var handtekinn og áverkar voru minniháttar. Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum en sleppt að lokinni sýnatöku. Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um innbrot í heimahús um klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru eignaspjöll unnin og búið að fara inn í herbergi en einskis saknað. Öryggiskerfi á heimilinu hafði farið í gang. Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Tvær mjög ölvaðar ungar konur voru handteknar í miðbæ Reykjavíkur í nótt og færðar á lögreglustöð. Þá hafði þeim áður verið vísað út af skemmtistað vegna hegðunar. Þegar út var komið sló önnur konan dyravörð en hin henti glerglasi í bíl. Ekki er vitað um skemmdir, kröfur og áverka þegar þetta er skrifað. Rétt fyrir miðnætti var ölvaður maður handtekinn fyrir mikil eignaspjöll á bifreið. Ökumaður og farþegi sátu í kyrrstæðri bifreiðinni þegar ölvaði maðurinn kom og reyndi að komast inn í bifreiðina. Þegar honum var ekki hleypt inn brást hann illa við og sparkaði í allar hliðar bifreiðarinnar og hafði í ofbeldishótunum. Að sögn lögreglu var hann vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar ölvíman hefur runnið af honum. Skömmu síðar var mjög ölvaður ökumaður handtekinn á skemmtistað í miðbænum fyrir að reyna að nota stolið greiðslukort. Hann verður vistaður í fangageymslu lögreglu þar til rennur af honum og hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál í miðbænum en enginn var handtekinn og áverkar voru minniháttar. Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum en sleppt að lokinni sýnatöku. Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um innbrot í heimahús um klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru eignaspjöll unnin og búið að fara inn í herbergi en einskis saknað. Öryggiskerfi á heimilinu hafði farið í gang.
Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira