House of Cards leikari lést eftir baráttu við krabbamein Þórdís Valsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 09:45 Cathey hlaut Emmy verðlaunin árið 2015 fyrir leik sinn í House of Cards Vísir/getty Leikarinn Reg E. Cathey lést í gær, 59 ára að aldri. Cathey var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rifjasalinn Freddy í þáttaröðinni House of Cards. Cathey var umkringdur ástvinum á heimili sínu í New York þegar hann lést, en hann hafði glímt við lungnakrabbamein um nokkurt skeið. Leikarinn fæddist í Alabamaríki í Bandaríkjunum árið 1958 og hann hóf leiklistarferil sinn árið 1984. Hann var þekktur fyrir mörg aukahlutverk í sjónvarpsþáttum, þar á meðal fyrir að leika pólitíkusinn Norman Wilson í þáttaröðinni The Wire sem sýnd var á árunum 2002 til 2008. Cathey hlaut Emmy verðlaun árið 2015 fyrir túlkun sína á Freddy Hayes, eiganda Freddy's BBQ, sem var vinur Frank Underwood í House of Cards. „Við erum harmi lostin vegna fráfalls vinar okkar og House of Cards samstarfsfélaga Reg E. Cathey,“ sagði í yfirlýsingu frá Netflix. „Reg var góður maður, gefandi leikari, sannur herramaður. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.“ Samleikari Cathey, David Simon, úr þáttaröðinni The Wire greindi frá andláti hans á Twitter síðu sinni. Reg Cathey, 1958-2018. Not only a fine, masterful actor -- but simply one of the most delightful human beings with whom I ever shared some long days on set. On wit alone, he could double any man over and leave him thinking. Reg, your memory is a great blessing. pic.twitter.com/OHEUbAhTg0— David Simon (@AoDespair) February 9, 2018 Andlát Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Leikarinn Reg E. Cathey lést í gær, 59 ára að aldri. Cathey var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rifjasalinn Freddy í þáttaröðinni House of Cards. Cathey var umkringdur ástvinum á heimili sínu í New York þegar hann lést, en hann hafði glímt við lungnakrabbamein um nokkurt skeið. Leikarinn fæddist í Alabamaríki í Bandaríkjunum árið 1958 og hann hóf leiklistarferil sinn árið 1984. Hann var þekktur fyrir mörg aukahlutverk í sjónvarpsþáttum, þar á meðal fyrir að leika pólitíkusinn Norman Wilson í þáttaröðinni The Wire sem sýnd var á árunum 2002 til 2008. Cathey hlaut Emmy verðlaun árið 2015 fyrir túlkun sína á Freddy Hayes, eiganda Freddy's BBQ, sem var vinur Frank Underwood í House of Cards. „Við erum harmi lostin vegna fráfalls vinar okkar og House of Cards samstarfsfélaga Reg E. Cathey,“ sagði í yfirlýsingu frá Netflix. „Reg var góður maður, gefandi leikari, sannur herramaður. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.“ Samleikari Cathey, David Simon, úr þáttaröðinni The Wire greindi frá andláti hans á Twitter síðu sinni. Reg Cathey, 1958-2018. Not only a fine, masterful actor -- but simply one of the most delightful human beings with whom I ever shared some long days on set. On wit alone, he could double any man over and leave him thinking. Reg, your memory is a great blessing. pic.twitter.com/OHEUbAhTg0— David Simon (@AoDespair) February 9, 2018
Andlát Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira