Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð kallar á fleiri starfsmenn. Suðurnes hagnast á því svo um munar en miklar áskoranir blasa við. Fréttablaðið/Stefán Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“ Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“
Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira