Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:48 Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Tvær húsleitir voru gerðar í dag þar sem þýfi fannst að verðmæti fleiri milljóna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna í gærmorgun eftir að ábending barst frá árvöklum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis í gær barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. „Það var frá nágranna sem að við fengum upplýsingar sem að leiddi til handtöku tveggja aðila í morgun þar sem allt þýfið fannst. Skartgripir og peningar upp á nokkrar milljónir,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri sömu húsleit fannst þýfi úr fleiri innbrotum en alls hefur lögreglan til rannsóknar um 60 innbrot sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Þá var ráðist í aðra húsleit síðdegis í dag þar sem fannst enn meira þýfi. Allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. „Þeir eru ekki með íslenska kennitölu sem er að segja okkur að þeir hafi ekki dvalið hér og nú er bara þessi hefðbundna rannsóknarvinna í gangi,“ segir Skúli. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Handtökurnar fjórar eru mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er ennþá hvort málin tengist. Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Tvær húsleitir voru gerðar í dag þar sem þýfi fannst að verðmæti fleiri milljóna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna í gærmorgun eftir að ábending barst frá árvöklum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis í gær barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. „Það var frá nágranna sem að við fengum upplýsingar sem að leiddi til handtöku tveggja aðila í morgun þar sem allt þýfið fannst. Skartgripir og peningar upp á nokkrar milljónir,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri sömu húsleit fannst þýfi úr fleiri innbrotum en alls hefur lögreglan til rannsóknar um 60 innbrot sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Þá var ráðist í aðra húsleit síðdegis í dag þar sem fannst enn meira þýfi. Allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. „Þeir eru ekki með íslenska kennitölu sem er að segja okkur að þeir hafi ekki dvalið hér og nú er bara þessi hefðbundna rannsóknarvinna í gangi,“ segir Skúli. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Handtökurnar fjórar eru mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er ennþá hvort málin tengist. Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45