Logi segir Pedersen einn besta þjálfara sem hann hefur haft Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:00 Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira