Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Gummi Ben mun lýsa leikjum Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar. Hilmar Björnsson er íþróttastjóri RÚV en Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma og segir Hilmar lýsa frati á sína undirmenn með ráðninguna. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport. Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport.
Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15
Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46