Formaður Stjörnunnar: Mikil niðurlæging fyrir félagið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 15:04 Karl formaður er hér að skrifa undir samning við landsliðsmanninn Bjarka Þór Gunnarsson. vísir/ernir Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira