Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Afturelding 24-29 | Mosfellingar sendu Víkinga í Grill 66 Gabríel Sighvatsson skrifar 28. febrúar 2018 21:30 Vísir/Eyþór Víkingur og Afturelding mættust í 20. umferð Olís-deildar karla. Leikurinn í kvöld var síðasti séns Víkinga á að halda sér uppi í deild hinna bestu. Þetta byrjaði ekki vel fyrir heimamenn, þar sem þeir voru fljótlega lentir 5 mörkum undir og hélt sú forysta alveg fram að lokum. Bæði lið spiluðu ágætlega en það var vörn Víkinga sem varð þeim að falli. Munurinn á vörnum liðanna var bersýnilegur og endaði leikurinn með 24-29 tapi heimamanna. Virkilega slakt tímabil hjá Víkingum er að ljúka og það er ljóst að þeir munu spila í 1. deild á næsta tímabili.Af hverju vann Afturelding? Afturelding byrjaði leikinn af krafti og kom sér fljótlega í 5 marka forystu. Þeir gerðu mjög vel í að halda henni en hefðu að sama skapi getað keyrt betur á þá og reynt að klára leikinn fyrr. Vörnin og markvarslan var góð og þá náði sóknin að nýta sér mistökin í vörn Víkinga.Hvað gekk illa? Þetta var nokkurn veginn sama sagan hjá Víkingum. Vörn, markvarsla og tæknifeilar í sókninni. Skotnýting var allt í lagi hjá þeim í kvöld en það vantaði að skjóta oftar á markið. Þeir voru nokkurn veginn inni í leiknum fram á lokamínúturnar. Á hinn bóginn náðu þeir aldrei að saxa nógu vel á forskotið og tap staðreynd í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Gestur Ólafur Ingvarsson var markahæstur með 7 mörk í kvöld. Mikk Pinnonen var frábær í fyrri hálfleik en það dró af honum í seini hálfleik. Hann skoraði fimm mörk í kvöld rétt eins og liðsfélagi hans Birkir Benediktsson. Hjá Víkingum var Hrafn Valdísarson með 8 varða bolta en markahæsti voru Jón Hjálmarson og Birgir Már Birgisson með 5 mörk hvor.Hvað gerist næst? Víkingur hefur að engu að keppa nema stoltið og mæta Gróttu í næsta leik og Selfoss í lokaumferðinni. Afturelding er áfram í 6. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Stjarnan. Þeir sækja Valsmenn heim í næsta leik. Einar Andri ræðir við sína menn.vísir/eyþórEinar Andri: Höfðu metnað í að klára þetta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með sína menn er þeir lögðu Víkinga nokkuð sannfærandi í kvöld. „Við vorum að leggja okkur fram, Víkingarnir voru flottir. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, við vorum alltaf með leikinn en hefðum átt að keyra meira á þá og ná meiri forystu.“ Hvað skóp sigurinn í kvöld? „Varnarleikur og vilji. Menn höfðu metnað í að klára þetta.“ Afturelding er komið í úrslitakeppnina en hvernig ætla þeir að fara inn í síðustu tvo leikina? „Við erum í baráttu við Stjörnuna um 6. sætið og við ætlum okkur að taka það. Við höfum ekkert verið í mikilli hættu með úrslitakeppnina, þannig að við erum á ágætis róli og við munum reyna að vinna vel fram að úrslitakeppninni.“ sagði Einar að lokum.Gunnar Gunnarsson þjálfar Víkingvísir/eyþórGunnar: Tæknifeilar sem eru að gera út af við okkur Gunnar Gunnarsson gat ekki annað en verið leiður, þar sem það varð ljóst að hans lið myndi spila í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. „Mér líður ekkert allt of vel. Þetta þýðir að við erum farnir en þetta var ágætis leikur hjá okkur. Seinni hálfleikur mjög góður en náum ekki að hemja þá í fyrri hálfleik. Þeir voru að spila 7-6 og skora alltof mikið af mörkum. Þeir skora síðustu 4 mörkin á síðustu 5 mínútum til að ná þessari forystu.“ „Við spilum góða vörn og Hrafn er fínn í markinu en enn og aftur eru það sóknarfeilar, tæknifeilar sem eru að gera út af við okkur.“ Víkingar voru alltaf nokkrum skrefum á eftir Aftureldingu í leiknum. „Í fyrri hálfleik vantar betri vörn og varin skot. Í seinni hálfleik höfðum við möguleika á að minnka muninn enn frekar en gerum tæknifeila og byrjum að klikka á dauðafærum. Skotnýtingin var ágæt þegar við hittum á markið en það vantaði kannski smá trú á að við myndum ná þessu.“ Víkingar hafa svosem ekki átt alslæmt tímabil en stigasöfnunin var alls ekki nógu góð. „Stigasöfnun hefur ekki alveg verið eftir spilamennsku. Það eru góðir kaflar í leikjum hjá okkur en svo hafa aftur á móti verið mjög slakir leikir líka.“ Hvað tekur nú við hjá Víkingum? „Eins og ég sagði um daginn, við þurfum bara að bakka 10 mánuði aftur í tímann þegar við vorum með plan um það hvernig við ætluðum að vinna Grill 66 deildina og dusta af því plani. Nú erum við komin á þann stað sem við héldum að myndum ekki vera á og byrja að vinna út frá því. Það eru 6 mánuðir þangað til næsta tímabil byrjar.“ „Það er búið að vera mjög margt jákvætt í síðustu leikjum hjá okkur og við viljum klárlega enda þetta á góðum nótum. Menn vilja líka sýna að þeir séu ekki bara hættir, það eru tveir leikir eftir.“ sagði Gunnar að lokum.Gestur Ólafur IngvarssonGestur Ólafur: Geggjað að spila seinustu leikina Gestur Ólafur Ingvarsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk og var sáttur með dagsverkið. „Ég er mjög sáttur með sigurinn í kvöld. Þetta var mjög mikilvægt fyrir okkur.“ sagði Gestur. „Við vildum klára leikinn fyrr. Við áttum allir að gera aðeins betur og eigum marga inni. Það vantaði að slútta betur úr færum, vörnin og þetta helsta.“ Afturelding er einungis í baráttur við Stjörnuna um hvort liðið endar ofar og fær mögulega auðveldari andstæðing í fyrstu umferðinni. „Við ætlum að reyna að halda 6. sætinu. Ég veit ekki hvort þetta sé komið en við ætlum klárlega að reyna við þetta.“ Með það að hugarfari að úrslitakeppnin sé komin í hús, hvernig munu síðustu leikirnir spilast? „Það verður geggjað að spila seinustu leikina. Það er alltaf gaman að spila og það er stutt í úrslitakeppnina og það er mikilvægt að mæta í þessa leiki með gott hugarfar, eins og við værum að spila í úrslitakeppninni.“ Olís-deild karla
Víkingur og Afturelding mættust í 20. umferð Olís-deildar karla. Leikurinn í kvöld var síðasti séns Víkinga á að halda sér uppi í deild hinna bestu. Þetta byrjaði ekki vel fyrir heimamenn, þar sem þeir voru fljótlega lentir 5 mörkum undir og hélt sú forysta alveg fram að lokum. Bæði lið spiluðu ágætlega en það var vörn Víkinga sem varð þeim að falli. Munurinn á vörnum liðanna var bersýnilegur og endaði leikurinn með 24-29 tapi heimamanna. Virkilega slakt tímabil hjá Víkingum er að ljúka og það er ljóst að þeir munu spila í 1. deild á næsta tímabili.Af hverju vann Afturelding? Afturelding byrjaði leikinn af krafti og kom sér fljótlega í 5 marka forystu. Þeir gerðu mjög vel í að halda henni en hefðu að sama skapi getað keyrt betur á þá og reynt að klára leikinn fyrr. Vörnin og markvarslan var góð og þá náði sóknin að nýta sér mistökin í vörn Víkinga.Hvað gekk illa? Þetta var nokkurn veginn sama sagan hjá Víkingum. Vörn, markvarsla og tæknifeilar í sókninni. Skotnýting var allt í lagi hjá þeim í kvöld en það vantaði að skjóta oftar á markið. Þeir voru nokkurn veginn inni í leiknum fram á lokamínúturnar. Á hinn bóginn náðu þeir aldrei að saxa nógu vel á forskotið og tap staðreynd í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Gestur Ólafur Ingvarsson var markahæstur með 7 mörk í kvöld. Mikk Pinnonen var frábær í fyrri hálfleik en það dró af honum í seini hálfleik. Hann skoraði fimm mörk í kvöld rétt eins og liðsfélagi hans Birkir Benediktsson. Hjá Víkingum var Hrafn Valdísarson með 8 varða bolta en markahæsti voru Jón Hjálmarson og Birgir Már Birgisson með 5 mörk hvor.Hvað gerist næst? Víkingur hefur að engu að keppa nema stoltið og mæta Gróttu í næsta leik og Selfoss í lokaumferðinni. Afturelding er áfram í 6. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Stjarnan. Þeir sækja Valsmenn heim í næsta leik. Einar Andri ræðir við sína menn.vísir/eyþórEinar Andri: Höfðu metnað í að klára þetta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með sína menn er þeir lögðu Víkinga nokkuð sannfærandi í kvöld. „Við vorum að leggja okkur fram, Víkingarnir voru flottir. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, við vorum alltaf með leikinn en hefðum átt að keyra meira á þá og ná meiri forystu.“ Hvað skóp sigurinn í kvöld? „Varnarleikur og vilji. Menn höfðu metnað í að klára þetta.“ Afturelding er komið í úrslitakeppnina en hvernig ætla þeir að fara inn í síðustu tvo leikina? „Við erum í baráttu við Stjörnuna um 6. sætið og við ætlum okkur að taka það. Við höfum ekkert verið í mikilli hættu með úrslitakeppnina, þannig að við erum á ágætis róli og við munum reyna að vinna vel fram að úrslitakeppninni.“ sagði Einar að lokum.Gunnar Gunnarsson þjálfar Víkingvísir/eyþórGunnar: Tæknifeilar sem eru að gera út af við okkur Gunnar Gunnarsson gat ekki annað en verið leiður, þar sem það varð ljóst að hans lið myndi spila í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. „Mér líður ekkert allt of vel. Þetta þýðir að við erum farnir en þetta var ágætis leikur hjá okkur. Seinni hálfleikur mjög góður en náum ekki að hemja þá í fyrri hálfleik. Þeir voru að spila 7-6 og skora alltof mikið af mörkum. Þeir skora síðustu 4 mörkin á síðustu 5 mínútum til að ná þessari forystu.“ „Við spilum góða vörn og Hrafn er fínn í markinu en enn og aftur eru það sóknarfeilar, tæknifeilar sem eru að gera út af við okkur.“ Víkingar voru alltaf nokkrum skrefum á eftir Aftureldingu í leiknum. „Í fyrri hálfleik vantar betri vörn og varin skot. Í seinni hálfleik höfðum við möguleika á að minnka muninn enn frekar en gerum tæknifeila og byrjum að klikka á dauðafærum. Skotnýtingin var ágæt þegar við hittum á markið en það vantaði kannski smá trú á að við myndum ná þessu.“ Víkingar hafa svosem ekki átt alslæmt tímabil en stigasöfnunin var alls ekki nógu góð. „Stigasöfnun hefur ekki alveg verið eftir spilamennsku. Það eru góðir kaflar í leikjum hjá okkur en svo hafa aftur á móti verið mjög slakir leikir líka.“ Hvað tekur nú við hjá Víkingum? „Eins og ég sagði um daginn, við þurfum bara að bakka 10 mánuði aftur í tímann þegar við vorum með plan um það hvernig við ætluðum að vinna Grill 66 deildina og dusta af því plani. Nú erum við komin á þann stað sem við héldum að myndum ekki vera á og byrja að vinna út frá því. Það eru 6 mánuðir þangað til næsta tímabil byrjar.“ „Það er búið að vera mjög margt jákvætt í síðustu leikjum hjá okkur og við viljum klárlega enda þetta á góðum nótum. Menn vilja líka sýna að þeir séu ekki bara hættir, það eru tveir leikir eftir.“ sagði Gunnar að lokum.Gestur Ólafur IngvarssonGestur Ólafur: Geggjað að spila seinustu leikina Gestur Ólafur Ingvarsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk og var sáttur með dagsverkið. „Ég er mjög sáttur með sigurinn í kvöld. Þetta var mjög mikilvægt fyrir okkur.“ sagði Gestur. „Við vildum klára leikinn fyrr. Við áttum allir að gera aðeins betur og eigum marga inni. Það vantaði að slútta betur úr færum, vörnin og þetta helsta.“ Afturelding er einungis í baráttur við Stjörnuna um hvort liðið endar ofar og fær mögulega auðveldari andstæðing í fyrstu umferðinni. „Við ætlum að reyna að halda 6. sætinu. Ég veit ekki hvort þetta sé komið en við ætlum klárlega að reyna við þetta.“ Með það að hugarfari að úrslitakeppnin sé komin í hús, hvernig munu síðustu leikirnir spilast? „Það verður geggjað að spila seinustu leikina. Það er alltaf gaman að spila og það er stutt í úrslitakeppnina og það er mikilvægt að mæta í þessa leiki með gott hugarfar, eins og við værum að spila í úrslitakeppninni.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti