Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Madeleine L'Engle en þetta í annað sinn sem búin er til kvikmynd byggð á sögunni. Leikstjórinn er Ava DuVernay er fyrsta konan með dökka hörund sem leikstýrir mynd sem er framleidd með yfir 100 milljónir Bandaríkjadala í kostnað.
Það er fagnaðarefni! Sömuleiðis er leikaralistinn ekki af verri endanum og eiginlega ástæða til að fara í bíó bara til að sjá hina einu sönnu Opruh Winfrey.






