Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 11:30 Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í Olís-deild karla í handbolta, var brjálaður út í dómarana eftir tap gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið en hann vildi meina að Einar Jónsson, þjálfari Fram, hafði áhrif á dómarana með stanslausu tuði. „Ég hef aldrei séð annað eins. Ég held að hann hafi ekki einu sinni fengið gult spjald í leiknum. Hann tuðar stanslaust og dómararnir hættu bara að dæma eftir fimmtán mínútur,“ sagði Bjarni meðal annars. Einar Jónsson hló að eldræðu Bjarna og spurði hvort þetta væri eitthvað nýtt. Hann væri alltaf tuðandi. Einar benti á að Stjarnan hefði ekki fengið eitt vítakast í leiknum en ÍR hefði fengið sex. „Þetta var áhugavert. Hann var greinilega ekki sáttur við þetta og sagði það,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þætti gærkvöldsins. „Ég vil nú segja að þetta var töluvert mikið væl. Það er alveg rétt hjá Einari að ÍR fékk sex víti en Stjarnan engin víti. Um hvað er Bjarni að tala?“ „Auðvitað eiga menn ekki að tuða yfir dómurunum allan tímann en mér finnst kjánalegt að vera að væla yfir því,“ sagði Gunnar Berg og Sigfús Sigurðsson bætti við: „Mér fannst dómgæslan eiginlega jöfn yfir allan leikinn. Þegar að menn eru að fara af hálfum hug í gegnum vörnina þá færðu ekkert víti. Ef þú ferð af fullri ferð þá færðu víti. Það virkaði þannig á tímabili hjá ÍR að leikmenn væru með hangandi haus og þá færðu ekkert víti,“ sagði Sigfús. Viðtalið fræga og umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í Olís-deild karla í handbolta, var brjálaður út í dómarana eftir tap gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið en hann vildi meina að Einar Jónsson, þjálfari Fram, hafði áhrif á dómarana með stanslausu tuði. „Ég hef aldrei séð annað eins. Ég held að hann hafi ekki einu sinni fengið gult spjald í leiknum. Hann tuðar stanslaust og dómararnir hættu bara að dæma eftir fimmtán mínútur,“ sagði Bjarni meðal annars. Einar Jónsson hló að eldræðu Bjarna og spurði hvort þetta væri eitthvað nýtt. Hann væri alltaf tuðandi. Einar benti á að Stjarnan hefði ekki fengið eitt vítakast í leiknum en ÍR hefði fengið sex. „Þetta var áhugavert. Hann var greinilega ekki sáttur við þetta og sagði það,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þætti gærkvöldsins. „Ég vil nú segja að þetta var töluvert mikið væl. Það er alveg rétt hjá Einari að ÍR fékk sex víti en Stjarnan engin víti. Um hvað er Bjarni að tala?“ „Auðvitað eiga menn ekki að tuða yfir dómurunum allan tímann en mér finnst kjánalegt að vera að væla yfir því,“ sagði Gunnar Berg og Sigfús Sigurðsson bætti við: „Mér fannst dómgæslan eiginlega jöfn yfir allan leikinn. Þegar að menn eru að fara af hálfum hug í gegnum vörnina þá færðu ekkert víti. Ef þú ferð af fullri ferð þá færðu víti. Það virkaði þannig á tímabili hjá ÍR að leikmenn væru með hangandi haus og þá færðu ekkert víti,“ sagði Sigfús. Viðtalið fræga og umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00