Segir Bandaríkin óttast samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Richard Yu, forstjóri Huawei. Vísir/AFP Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira