Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Launakostnaður Icelandair jókst um 26 prósent í fyrra. VÍSIR/VILHELM Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira