Farsælt samspil stjórnar og framkvæmdastjóra Hulda Ragnheiður Árnadóttir og skrifa 28. febrúar 2018 07:00 Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun