Lykill að velgengni Norðmanna á ÓL: „Engir skíthælar leyfðir“ 27. febrúar 2018 10:30 Það var gaman hjá Norðmönnum á ÓL. Hér er sú sigursælasta í sögunni, Marit Björgen, borin á hástól eftir að hún landaði gulli í síðustu grein leikanna. Vísir/Getty Ef þú ert leiðinlegur eða með einhverja stjörnustæla þá er ekki pláss fyrir þig í hópi afreksfólks Norðmanna. Þetta segir einn besti skíðamaður norsku þjóðarinnar og verðlaunahafi á Ólympíuleikunnm í Pyeongchang. Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002. 39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu. Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes! The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018 Samkvæmt frétt BBC þá fær norska íþróttafólkið ekki verðlaunafé eða bónusa fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikum en hluti þeirra vinnur fyrir sér sem píparar, smiðir og kennarar eins og segir í greininni. Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum. Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o — Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018 Tore Ovrebo, yfirmaður Ólympíuliðs Norðmanna, fagnar snjónum heima í Noregi og segir hann lykilinn að árangrinum. Þetta snúist samt alltaf um að hafa gaman af öllu saman. „Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.International News “No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n — BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018Norðmenn og sæti á verðlaunalistanum á þessari öld: ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11) ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10) ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6) ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9) ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7) Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Ef þú ert leiðinlegur eða með einhverja stjörnustæla þá er ekki pláss fyrir þig í hópi afreksfólks Norðmanna. Þetta segir einn besti skíðamaður norsku þjóðarinnar og verðlaunahafi á Ólympíuleikunnm í Pyeongchang. Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002. 39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu. Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes! The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018 Samkvæmt frétt BBC þá fær norska íþróttafólkið ekki verðlaunafé eða bónusa fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikum en hluti þeirra vinnur fyrir sér sem píparar, smiðir og kennarar eins og segir í greininni. Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum. Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o — Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018 Tore Ovrebo, yfirmaður Ólympíuliðs Norðmanna, fagnar snjónum heima í Noregi og segir hann lykilinn að árangrinum. Þetta snúist samt alltaf um að hafa gaman af öllu saman. „Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.International News “No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n — BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018Norðmenn og sæti á verðlaunalistanum á þessari öld: ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11) ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10) ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6) ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9) ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7)
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira