Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 14:24 Ekki verður séð að samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Nordicphotos/Getty Gera þarf ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun en þar segir að ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er því beint til velferðarráðuneytis að það marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og sjái til þess að lykilstofnanir heilbrigðiskerfisins vinni á samhæfðan hátt að markmiðum hennar. Í slíkri stefnumörkun þarf að vera skýrt hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum. Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins. Einnig er því beint til ráðuneytisins að tryggja eðlilega verkaskiptingu við gerð samninga. Dæmi eru um að velferðarráðuneyti geri samninga án aðkomu Sjúkratrygginga eða ákveði einhliða forsendur þeirra. Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óeðlilegt. Um leið þarf að efla nauðsynlega fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Dæmi eru um að samningar Sjúkratrygginga hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningar á þörfum, kostnaði og ábata. Þá hafa verið gerðir samningar sem kveða ekki nægilega skýrt á um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi landsmanna. Að mati Ríkisendurskoðunar má draga í efa að víðtækir rammasamningar stuðli að markvissum og hagkvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu. Því er hvatt til að meta kosti þess að semja um þjónustu einstakra sérgreina. Þá telur Ríkisendurskoðun brýnt að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun verði þróaður áfram í því skyni að hann verði nýttur til að hámarka skilvirkni og hagkvæmni spítalans. Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun en þar segir að ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er því beint til velferðarráðuneytis að það marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og sjái til þess að lykilstofnanir heilbrigðiskerfisins vinni á samhæfðan hátt að markmiðum hennar. Í slíkri stefnumörkun þarf að vera skýrt hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum. Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins. Einnig er því beint til ráðuneytisins að tryggja eðlilega verkaskiptingu við gerð samninga. Dæmi eru um að velferðarráðuneyti geri samninga án aðkomu Sjúkratrygginga eða ákveði einhliða forsendur þeirra. Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óeðlilegt. Um leið þarf að efla nauðsynlega fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Dæmi eru um að samningar Sjúkratrygginga hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningar á þörfum, kostnaði og ábata. Þá hafa verið gerðir samningar sem kveða ekki nægilega skýrt á um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi landsmanna. Að mati Ríkisendurskoðunar má draga í efa að víðtækir rammasamningar stuðli að markvissum og hagkvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu. Því er hvatt til að meta kosti þess að semja um þjónustu einstakra sérgreina. Þá telur Ríkisendurskoðun brýnt að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun verði þróaður áfram í því skyni að hann verði nýttur til að hámarka skilvirkni og hagkvæmni spítalans.
Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira