Sport

Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu.
Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu. Vísir/EPA
Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum.

Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu.

Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu.

91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010.

Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.



Besti árangur Íslands á ÓL í  Pyeongchang 2018

41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi

55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu

56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson  í 15 km skíðagöngu

56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson  í 30 km skiptigöngu

78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu

Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson  í 50 km skíðagöngu

Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi

Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi

Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)



Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:

ÓL í  Pyeongchang 2018

Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigi

ÓL í Sotsjí 2014

Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigi

ÓL í Vancouver 2010

Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigi

ÓL í Torinó 2006

Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigi

ÓL í Salt Lake City 2002

Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigi

ÓL í Nagano 1998

Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×