Vilja fjölga menntuðum lögreglumönnum á vakt Sveinn Arnarsson skrifar 24. febrúar 2018 06:00 Skortur er á menntuðum lögreglumönnum til starfa. Þingmaður segir ófremdarástand ríkja. Vísir/Pjetur Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira