Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Ritstjórn skrifar 23. febrúar 2018 15:00 WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi ætla að fara að fordæmi kollega sína út í heimi og vekja athygli á #metoo byltingunni á Edduhátíðinni sem fer fram á sunnudaginn næstkomandi á Hótel Hilton. Byltingin mun fá sérstaka athygli í ár og til að sýna því samstöðu eru konur sem ætla á Edduna hvattar til að klæðast rauðum eða svörtum fatnaði. Þá verður notað myllumerkið #égerhér, fyrir viðburðinn á samfélagsmiðlum, en setningin á að sýna stuðning við þær sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og að túlka háværa rödd kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi. Þá mun upphafsatriði Eddunnar í ár vera í þeirra höndum og þær ætla að deila út barmerkjum fyrir þá sem vilja um kvöldið. #Metoo byltingin hefur fengið veigamikið hlutverk á hátíðum á borð við Golden Globe og Bafta á þessu ári og flott framtak að sú sé einnig raunin hér á landi. Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. Undir trénu var með flestar tilnefningar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru eða alls 12 talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Svanurinn 9 tilnefningar og þáttaröðin Stella Blómkvist 8 tilnefningar.Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.Glamour/Getty Eddan Mest lesið Kominn tími á strigaskóna Glamour Skyrtur fara aldrei úr tísku Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour Eyeliner trixið sem breytir öllu Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour
WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi ætla að fara að fordæmi kollega sína út í heimi og vekja athygli á #metoo byltingunni á Edduhátíðinni sem fer fram á sunnudaginn næstkomandi á Hótel Hilton. Byltingin mun fá sérstaka athygli í ár og til að sýna því samstöðu eru konur sem ætla á Edduna hvattar til að klæðast rauðum eða svörtum fatnaði. Þá verður notað myllumerkið #égerhér, fyrir viðburðinn á samfélagsmiðlum, en setningin á að sýna stuðning við þær sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og að túlka háværa rödd kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi. Þá mun upphafsatriði Eddunnar í ár vera í þeirra höndum og þær ætla að deila út barmerkjum fyrir þá sem vilja um kvöldið. #Metoo byltingin hefur fengið veigamikið hlutverk á hátíðum á borð við Golden Globe og Bafta á þessu ári og flott framtak að sú sé einnig raunin hér á landi. Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. Undir trénu var með flestar tilnefningar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru eða alls 12 talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Svanurinn 9 tilnefningar og þáttaröðin Stella Blómkvist 8 tilnefningar.Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.Glamour/Getty
Eddan Mest lesið Kominn tími á strigaskóna Glamour Skyrtur fara aldrei úr tísku Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour Eyeliner trixið sem breytir öllu Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour