Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 11:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Setji það einnig nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sínu á Alþingi í gær. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram í að frumvarpið sé fyrst og fremst liður í því að samræma löggjöf og reglur Evrópuríkja í þessum efnum eins og kveðið er á um í Evróputilskipun þar að lútandi. Annars vegar er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, auk ákvæða um eftirlit með slíku. Hins vegar eru lögð til ákvæði um heimildir til notkunar rafrettna. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís hefur sagt að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum.Ráðherra segir að frumvarpið sé ólíkt máli forvera síns, Óttars Proppé.Stöð 2/AdelinaFólk geti treyst merkingum og innihaldslýsingum Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn veitt almenn heimild fyrir innflutningi, dreifingu og sölu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær hér á landi, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. Svandís segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu, því samkvæmt gildandi lyfjalögum sé óheimilt að selja rafrettur með fyllingum sem innihalda nikótín nema fyrir liggi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. „Stundum hefur mátt skilja umræðuna um rafrettur hér á landi á þá lund að setning löggjafar þar að lútandi sé fyrst og fremst til þess fallin að leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta hefðbundnum tóbaksreykingum og nýta sér rafrettur til þess. Þetta er fjarri lagi. Sú löggjöf sem hér er lögð til, með frumvarpi því sem hér er til umræðu, skapar umhverfi sem mun í fyrsta sinn stuðla að löglegum innflutningi þessarar vöru. Því fylgir bætt neytendavernd þar sem fólk getur fremur en áður treyst merkingum og innihaldslýsingum. Síðast en ekki síst verða settar nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut“ sagði Svandís Svavarsdóttir meðal annars í ræðu sinni þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Setji það einnig nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sínu á Alþingi í gær. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram í að frumvarpið sé fyrst og fremst liður í því að samræma löggjöf og reglur Evrópuríkja í þessum efnum eins og kveðið er á um í Evróputilskipun þar að lútandi. Annars vegar er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um heimildir til innflutnings, sölu og markaðssetningar á rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, auk ákvæða um eftirlit með slíku. Hins vegar eru lögð til ákvæði um heimildir til notkunar rafrettna. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís hefur sagt að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum.Ráðherra segir að frumvarpið sé ólíkt máli forvera síns, Óttars Proppé.Stöð 2/AdelinaFólk geti treyst merkingum og innihaldslýsingum Verði frumvarpið að lögum verður í fyrsta sinn veitt almenn heimild fyrir innflutningi, dreifingu og sölu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær hér á landi, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki. Svandís segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu, því samkvæmt gildandi lyfjalögum sé óheimilt að selja rafrettur með fyllingum sem innihalda nikótín nema fyrir liggi markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. „Stundum hefur mátt skilja umræðuna um rafrettur hér á landi á þá lund að setning löggjafar þar að lútandi sé fyrst og fremst til þess fallin að leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta hefðbundnum tóbaksreykingum og nýta sér rafrettur til þess. Þetta er fjarri lagi. Sú löggjöf sem hér er lögð til, með frumvarpi því sem hér er til umræðu, skapar umhverfi sem mun í fyrsta sinn stuðla að löglegum innflutningi þessarar vöru. Því fylgir bætt neytendavernd þar sem fólk getur fremur en áður treyst merkingum og innihaldslýsingum. Síðast en ekki síst verða settar nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut“ sagði Svandís Svavarsdóttir meðal annars í ræðu sinni þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að koma böndum á rafrettunotkun með sérlögum. Málið byggt á EES-reglugerð. 10. febrúar 2018 07:30
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08