Enginn vildi styrkja eina stærstu stjörnu Svía fyrir ÓL en það er allt breytt núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Hanna Öberg með Karl Gústaf Svíakonungi. Vísir/Getty Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira