Ráðist var á karlmann í austurborginni um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og honum veittir áverkar á höfði. Meðal annars var brotin úr honum tönn. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort árásarmaðurinn var handtekinn, né hvort vitað er hver hann er.
Klukkan rúmlega eitt í nótt var svo karlmaður handtekinn í miðborginni, vopnaður hnífi. Hann var í annarlegu ástandi, að sögn lögreglu, og fíkniefni fundust í fórum hans. Hann var vistaður í fangageymslu.
