Unnið að opnun neyslurýmis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Það styttist í opnun neyslurýmisins. Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15