Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld. Vísir/GVA „Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25