Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Ritstjórn skrifar 21. febrúar 2018 15:45 Glamour/Getty Sýningu Gucci lauk nú rétt í þessu, þar sem haust-og vetrarlínan fyrir árið 2018 var kynnt í Mílanó. Sýningin var sett upp sem einhverskonar skurðstofa, þar sem skurðbekkur og stór ljós voru á miðju gólfi. Veggirnir voru málaðir í tannlæknagrænum og birtan var óþægilega skær. Margt var að gerast í sýningunni, vægast sagt. Sérstök höfuð voru útbúin sem litu alveg út eins og höfuð fyrirsætanna, litlir drekar og eðlur voru búin til og ein fyrirsætan var með þrjú augu. Alessandro fékk hugmyndina af þessum sérstöku munum eftir að hann horfði á kvikmyndina The Tale of Tales, og nálgaðist ítalskt fyrirtæki til að hjálpa sér við gerð þeirra. Ef tala á um fötin þá voru vísanirnar ansi margar og misjafnar. Lambhúshettur, þjóðlegar yfirhafnir, New York, Hollywood og mikil blanda af alls konar mynstri. Það var allt í gangi, en er fróðlegt að vita hvað Alessandro er að hugsa með að setja þetta allt saman. Meira er betra samkvæmt Alessandro og ætlar hann ekki að færa sig frá þeirri hugsun alveg strax. Fyrirsæta með horn. Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour
Sýningu Gucci lauk nú rétt í þessu, þar sem haust-og vetrarlínan fyrir árið 2018 var kynnt í Mílanó. Sýningin var sett upp sem einhverskonar skurðstofa, þar sem skurðbekkur og stór ljós voru á miðju gólfi. Veggirnir voru málaðir í tannlæknagrænum og birtan var óþægilega skær. Margt var að gerast í sýningunni, vægast sagt. Sérstök höfuð voru útbúin sem litu alveg út eins og höfuð fyrirsætanna, litlir drekar og eðlur voru búin til og ein fyrirsætan var með þrjú augu. Alessandro fékk hugmyndina af þessum sérstöku munum eftir að hann horfði á kvikmyndina The Tale of Tales, og nálgaðist ítalskt fyrirtæki til að hjálpa sér við gerð þeirra. Ef tala á um fötin þá voru vísanirnar ansi margar og misjafnar. Lambhúshettur, þjóðlegar yfirhafnir, New York, Hollywood og mikil blanda af alls konar mynstri. Það var allt í gangi, en er fróðlegt að vita hvað Alessandro er að hugsa með að setja þetta allt saman. Meira er betra samkvæmt Alessandro og ætlar hann ekki að færa sig frá þeirri hugsun alveg strax. Fyrirsæta með horn.
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour