Susan Polgar minnist Bobby Fischer með hlýhug á 75 ára afmæli hans Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 20:30 Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Skák Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Skák Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira