Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:13 Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira