Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 12:30 Sverrir Óskarsson er sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar. vísir/anton brink Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. Fresta varð prófinu, líkt og fresta þurfti íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudag, en tæknilegir örðugleikar komu þá einnig upp. Sverrir segir starfsfólk Menntamálastofnunar taka það nærri sér að geta ekki veitt góða þjónustu. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum. Það er bara ömurlegt hvernig okkar þjónustuaðili klikkaði á ögurstundu,“ segir Sverrir í samtali við Vísi en fram kom í tilkynningu frá Menntamálastofnun nú skömmu fyrir hádegi að þjónustuaðilinn, Assessment Systems, hafi beðist afsökunar á örðugleikunum. „Það voru svipuð vandamál sem komu upp í dag eins og á miðvikudaginn en líka önnur. Það þýddi að þessir hnökrar leystust ekki strax. Þá fóru krakkar að detta út úr prófum og álagið jókst margfalt og við þessa hnökra þá hrundi tölvukerfið á þann veg að það náði ekki að anna álaginu út af þessum undirliggjandi hnökrum,“ segir Sverrir.Niðurstöðurnar ekki fullnægjandi Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir nemendur náðu ekki að ljúka prófinu en Sverrir segir að það sé á bilinu einn þriðji til helmingur nemenda. Spurður út í næstu skref segir hann að nemendur hafi verið að taka prófin við ófullnægjandi aðstæður og það verði að taka mið af því þegar framhaldið er ákveðið. „Á mannamáli þá eru niðurstöðurnar ekki fullnægjandi. Niðurstöðurnar geta verið marktækar hjá sumum en prófaðstæðurnar gera það að verkum að það þarf að vinna vandlega úr þessu. Það skiptir líka máli að þeir sem tóku prófið og gekk vel, þeim langar að fá niðurstöðu, en síðan er hún ekki marktæk hjá þeim sem tókst ekki að taka prófið.“ Sverrir bendir jafnframt á að það skipti máli að þetta sé samræmt könnunarpróf sem er gert til þess að veita nemendum, foreldrum og skólum endurgjöf. „Endurgjöfin verður ekki fullnægjandi við þessar aðstæður og það er það sem er svo leiðinlegt. Sem betur fer er þetta ekki lokapróf eins og í gamla daga sem á að nota í framhaldsskólum þannig að þetta er ekki eins og þegar framtíðin lá í þessu prófi. Það er ekki lengur þannig, þetta er könnunarpróf, og það eru vonbrigði að við getum ekki veitt fólki nákvæma og góða endurgjöf, eins og við vorum búin að undirbúa okkur fyrir.“Má ekki gleyma því að mörgum finnst gott að fá endurgjöf Eftir að mistökin urðu við framkvæmd prófsins í íslensku á miðvikudag boðaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hagsmunaaðila til fundar við sig í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Fram kom í tilkynningu að á fundinum ætti að taka ákvörðun um hvort leggja ætti prófið fyrir aftur eða fella það niður. Sverrir segir að fleiri lausnir í stöðunni, til dæmis að hafa eitthvað val fyrir nemendur, foreldra og skóla. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin; hún verði tekin að vel athuguðu máli. „En það er alveg ljóst að við munum tryggja að þessi ákvörðun komi ekki niður á nemendum á neinn hátt. Við erum ekki að fara að senda út einkunnir til nemenda sem gátu ekki tekið prófið með fullnægjandi hætti,“ segir Sverrir. Spurður út í framtíð sæmræmdra prófa, sem hafa verið mikið gagnrýnd ekki bara núna heldur í gegnum tíðina, segir að prófunum hafi verið breytt síðustu ár, til dæmis með því að taka þau úr 10. bekk og færa þau yfir í 9. bekk. „Stærri umræða um framtíð samræmdra prófa, það er ekki búið að taka hana. En það má ekki gleyma því að mörgum nemendum, foreldrum, sveitarstjórnarmönnum og skólafólki finnst gott að fá endurgjöf.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. Fresta varð prófinu, líkt og fresta þurfti íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudag, en tæknilegir örðugleikar komu þá einnig upp. Sverrir segir starfsfólk Menntamálastofnunar taka það nærri sér að geta ekki veitt góða þjónustu. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum. Það er bara ömurlegt hvernig okkar þjónustuaðili klikkaði á ögurstundu,“ segir Sverrir í samtali við Vísi en fram kom í tilkynningu frá Menntamálastofnun nú skömmu fyrir hádegi að þjónustuaðilinn, Assessment Systems, hafi beðist afsökunar á örðugleikunum. „Það voru svipuð vandamál sem komu upp í dag eins og á miðvikudaginn en líka önnur. Það þýddi að þessir hnökrar leystust ekki strax. Þá fóru krakkar að detta út úr prófum og álagið jókst margfalt og við þessa hnökra þá hrundi tölvukerfið á þann veg að það náði ekki að anna álaginu út af þessum undirliggjandi hnökrum,“ segir Sverrir.Niðurstöðurnar ekki fullnægjandi Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir nemendur náðu ekki að ljúka prófinu en Sverrir segir að það sé á bilinu einn þriðji til helmingur nemenda. Spurður út í næstu skref segir hann að nemendur hafi verið að taka prófin við ófullnægjandi aðstæður og það verði að taka mið af því þegar framhaldið er ákveðið. „Á mannamáli þá eru niðurstöðurnar ekki fullnægjandi. Niðurstöðurnar geta verið marktækar hjá sumum en prófaðstæðurnar gera það að verkum að það þarf að vinna vandlega úr þessu. Það skiptir líka máli að þeir sem tóku prófið og gekk vel, þeim langar að fá niðurstöðu, en síðan er hún ekki marktæk hjá þeim sem tókst ekki að taka prófið.“ Sverrir bendir jafnframt á að það skipti máli að þetta sé samræmt könnunarpróf sem er gert til þess að veita nemendum, foreldrum og skólum endurgjöf. „Endurgjöfin verður ekki fullnægjandi við þessar aðstæður og það er það sem er svo leiðinlegt. Sem betur fer er þetta ekki lokapróf eins og í gamla daga sem á að nota í framhaldsskólum þannig að þetta er ekki eins og þegar framtíðin lá í þessu prófi. Það er ekki lengur þannig, þetta er könnunarpróf, og það eru vonbrigði að við getum ekki veitt fólki nákvæma og góða endurgjöf, eins og við vorum búin að undirbúa okkur fyrir.“Má ekki gleyma því að mörgum finnst gott að fá endurgjöf Eftir að mistökin urðu við framkvæmd prófsins í íslensku á miðvikudag boðaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hagsmunaaðila til fundar við sig í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Fram kom í tilkynningu að á fundinum ætti að taka ákvörðun um hvort leggja ætti prófið fyrir aftur eða fella það niður. Sverrir segir að fleiri lausnir í stöðunni, til dæmis að hafa eitthvað val fyrir nemendur, foreldra og skóla. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin; hún verði tekin að vel athuguðu máli. „En það er alveg ljóst að við munum tryggja að þessi ákvörðun komi ekki niður á nemendum á neinn hátt. Við erum ekki að fara að senda út einkunnir til nemenda sem gátu ekki tekið prófið með fullnægjandi hætti,“ segir Sverrir. Spurður út í framtíð sæmræmdra prófa, sem hafa verið mikið gagnrýnd ekki bara núna heldur í gegnum tíðina, segir að prófunum hafi verið breytt síðustu ár, til dæmis með því að taka þau úr 10. bekk og færa þau yfir í 9. bekk. „Stærri umræða um framtíð samræmdra prófa, það er ekki búið að taka hana. En það má ekki gleyma því að mörgum nemendum, foreldrum, sveitarstjórnarmönnum og skólafólki finnst gott að fá endurgjöf.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24