Fegurðin í hversdeginum hvarf í skugga geðhvarfasýki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. mars 2018 14:30 Ragnar Jón Ragnarsson, ungur maður með geðhvarfasýk,i segir að fólk þurfi að geta talað um tilfinningar sínar. Mynd/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir „Þegar ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir að vera á lífi. Við verðum að ræða meira um sjálfsvíg og við þurfum að geta talað um tilfinningar okkar,“ segir Ragnar Jón Ragnarsson, kallaður Humi, en hann ræðir geðhvarfasýki sína í einlægu viðtali í tilefni af geðfræðsluátakinu #HUGUÐ. „Við þurfum að viðurkenna ferlið en ekki bara afleiðingarnar, gráa svæðið á milli þess að líða vel og vera hreinlega í sjálfsvígshugleiðingum. Ég held að margir óttist viðbrögð fólksins í kringum sig við að ræða þessa hluti, þú verðir sendur á geðdeild og megir ekki umgangast hnífa og skæri. Það gerir engum gagn að skapa dramatík,“ segir Humi en hann er giftur tveggja barna faðir. Humi hafði verið veikur í langan tíma áður en hann fékk greiningu fyrir fjórum árum. Hann lærði mjög snemma að fela tilfinningar sínar, líka fyrir sínum nánustu. Var þessi hæfileiki hans varnarleið til þess að ráða við aðstæður. „Það er talað um fúnkerandi alkóhólista og ég var fúnkerandi geðsjúklingur. Ég mætti til vinnu en gerði það á hnefunum. Á tímabili fór ég í bíltúra austur í Heiði að tala við geimverur en sagði konunni minni ekkert frá því.“Missir tengslin við raunveruleikann Geðhvarfasýki Huma lýsir sér í syrpum af maníu og þunglyndi, stundum bæði á sama tíma. „Þetta er ekki svo einfalt að þú farir niður í þunglyndi og upp í maníu. Stundum er ég þunglyndur en samt manískur á sama tíma. Þá er ég mjög inni í mér og vil ekki vera á meðal fólks. Á sama tíma er ég með miklar ranghugmyndir í gangi og sjálfsblekkingu.“ Hann var strax í menntaskóla byrjaður að hugsa um að taka eigið líf en var alltaf virkilega góður að fela tilfinningar sínar. „Það er talað um fúnkerandi alkóhólista og ég var fúnkerandi geðsjúklingur. Ég mætti til vinnu en gerði það á hnefunum. Á tímabili fór ég í bíltúra austur í Heiði að tala við geimverur en sagði konunni minni ekkert frá því.“ Humi segir að það sé ekki bara slæm áföll sem „triggeri“maníu og þunglyndi. „Ég áttaði mig ekki á því að jákvæð áföll, eins og þær fréttir að þú eigir von á barni, sveiflar geðinu ekkert síður. Því fylgdi svo ofboðsleg gleði og spenna og ég fór að missa tökin. Manían sem þá tók við stóð yfir í um tvö ár og geðrof fylgdi í kjölfarið.“ Áður en hann greindist hafði Humi ákveðna staðalímynd á því hvað geðrof væri. „Mín hugmynd um geðrof var að standa í slopp á Miklubrautinni og segja: „Ég er Napóleon!“. En geðrof er í raun það að missa tengslin við raunveruleikann. Það myndast rof á þínum veruleika og allra hinna. Ég fór að byggja allar mínar ákvarðanir út frá mínum hugarórum sem ég hafði skapað.“ „Það tók mig langan tíma að komast úr geðrofinu. Heilinn er búinn að búa sér til heim, taka ákvarðanir út frá honum. Þú segir ekki skilið við hann svo auðveldlega né viðurkennir fyrir sjálfum þér að þú hafir rangt fyrir þér.“Þakklátur fyrir að vera á lífi Humi og eiginkona hans áttuðu sig á því að hann væri með geðhvarfasýki eftir að horfa saman á heimildamynd um Stephen Fry. Hann er kominn með lækni og greiningu og vinnur nú í sjálfum sér. Það er samt margt sem gerðist í veikindunum sem Humi er ekki tilbúinn til þess að tala um. „Ég hef gert hræðilega hluti í maníu sem höfðu slæmar afleiðingar. Mér tókst einhvern veginn að sigla naumlega undir ratarinn að vera ekki lagður inn á geðdeild. Til þess að vera lagður inn þarftu að vera kominn mjög langt inn í veruleikafirringu, það stafi ógn af þér eða þú hreinlega brjótir lögin. Þú ert ekki sviptur sjálfræði svo auðveldlega.“ Hefur hann eytt löngum tíma í að hugsa um það hvað hann hefði getað gert öðruvísi. „Ég sit samt eftir með sjálfum mér og þarf að taka ábyrgð á mér og því sem ég er. Sættast við það sem ég ekki fæ breytt en á sama tíma axla ábyrgð á því. Ferlið að fyrirgefa sér er það veigamesta.“ Humi segir að það sé gríðarlega mikilvægt að auka umræðuna um geðsjúkdóma. „Þegar ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir að vera á lífi. Við verðum að ræða meira um sjálfsvíg og við þurfum að geta talað um tilfinningar okkar. Það var rosalega stór biti fyrir mig að læra að svara með sanni hvernig mér líður án þess að finnast ég vera að ýta áhyggjum mínum á einhvern annan. Við þurfum að viðurkenna ferlið en ekki bara afleiðingarnar, gráa svæðið á milli þess að líða vel og vera hreinlega í sjálfsvígshugleiðingum. Ég held að margir óttist viðbrögð fólksins í kringum sig við að ræða þessa hluti, þú verðir sendur á geðdeild og megir ekki umgangast hnífa og skæri. Það gerir engum gagn að skapa dramatík.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýrri vefsíðu geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is. Fyrirsögn á greininni var breytt 12. mars. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00 Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þegar ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir að vera á lífi. Við verðum að ræða meira um sjálfsvíg og við þurfum að geta talað um tilfinningar okkar,“ segir Ragnar Jón Ragnarsson, kallaður Humi, en hann ræðir geðhvarfasýki sína í einlægu viðtali í tilefni af geðfræðsluátakinu #HUGUÐ. „Við þurfum að viðurkenna ferlið en ekki bara afleiðingarnar, gráa svæðið á milli þess að líða vel og vera hreinlega í sjálfsvígshugleiðingum. Ég held að margir óttist viðbrögð fólksins í kringum sig við að ræða þessa hluti, þú verðir sendur á geðdeild og megir ekki umgangast hnífa og skæri. Það gerir engum gagn að skapa dramatík,“ segir Humi en hann er giftur tveggja barna faðir. Humi hafði verið veikur í langan tíma áður en hann fékk greiningu fyrir fjórum árum. Hann lærði mjög snemma að fela tilfinningar sínar, líka fyrir sínum nánustu. Var þessi hæfileiki hans varnarleið til þess að ráða við aðstæður. „Það er talað um fúnkerandi alkóhólista og ég var fúnkerandi geðsjúklingur. Ég mætti til vinnu en gerði það á hnefunum. Á tímabili fór ég í bíltúra austur í Heiði að tala við geimverur en sagði konunni minni ekkert frá því.“Missir tengslin við raunveruleikann Geðhvarfasýki Huma lýsir sér í syrpum af maníu og þunglyndi, stundum bæði á sama tíma. „Þetta er ekki svo einfalt að þú farir niður í þunglyndi og upp í maníu. Stundum er ég þunglyndur en samt manískur á sama tíma. Þá er ég mjög inni í mér og vil ekki vera á meðal fólks. Á sama tíma er ég með miklar ranghugmyndir í gangi og sjálfsblekkingu.“ Hann var strax í menntaskóla byrjaður að hugsa um að taka eigið líf en var alltaf virkilega góður að fela tilfinningar sínar. „Það er talað um fúnkerandi alkóhólista og ég var fúnkerandi geðsjúklingur. Ég mætti til vinnu en gerði það á hnefunum. Á tímabili fór ég í bíltúra austur í Heiði að tala við geimverur en sagði konunni minni ekkert frá því.“ Humi segir að það sé ekki bara slæm áföll sem „triggeri“maníu og þunglyndi. „Ég áttaði mig ekki á því að jákvæð áföll, eins og þær fréttir að þú eigir von á barni, sveiflar geðinu ekkert síður. Því fylgdi svo ofboðsleg gleði og spenna og ég fór að missa tökin. Manían sem þá tók við stóð yfir í um tvö ár og geðrof fylgdi í kjölfarið.“ Áður en hann greindist hafði Humi ákveðna staðalímynd á því hvað geðrof væri. „Mín hugmynd um geðrof var að standa í slopp á Miklubrautinni og segja: „Ég er Napóleon!“. En geðrof er í raun það að missa tengslin við raunveruleikann. Það myndast rof á þínum veruleika og allra hinna. Ég fór að byggja allar mínar ákvarðanir út frá mínum hugarórum sem ég hafði skapað.“ „Það tók mig langan tíma að komast úr geðrofinu. Heilinn er búinn að búa sér til heim, taka ákvarðanir út frá honum. Þú segir ekki skilið við hann svo auðveldlega né viðurkennir fyrir sjálfum þér að þú hafir rangt fyrir þér.“Þakklátur fyrir að vera á lífi Humi og eiginkona hans áttuðu sig á því að hann væri með geðhvarfasýki eftir að horfa saman á heimildamynd um Stephen Fry. Hann er kominn með lækni og greiningu og vinnur nú í sjálfum sér. Það er samt margt sem gerðist í veikindunum sem Humi er ekki tilbúinn til þess að tala um. „Ég hef gert hræðilega hluti í maníu sem höfðu slæmar afleiðingar. Mér tókst einhvern veginn að sigla naumlega undir ratarinn að vera ekki lagður inn á geðdeild. Til þess að vera lagður inn þarftu að vera kominn mjög langt inn í veruleikafirringu, það stafi ógn af þér eða þú hreinlega brjótir lögin. Þú ert ekki sviptur sjálfræði svo auðveldlega.“ Hefur hann eytt löngum tíma í að hugsa um það hvað hann hefði getað gert öðruvísi. „Ég sit samt eftir með sjálfum mér og þarf að taka ábyrgð á mér og því sem ég er. Sættast við það sem ég ekki fæ breytt en á sama tíma axla ábyrgð á því. Ferlið að fyrirgefa sér er það veigamesta.“ Humi segir að það sé gríðarlega mikilvægt að auka umræðuna um geðsjúkdóma. „Þegar ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir að vera á lífi. Við verðum að ræða meira um sjálfsvíg og við þurfum að geta talað um tilfinningar okkar. Það var rosalega stór biti fyrir mig að læra að svara með sanni hvernig mér líður án þess að finnast ég vera að ýta áhyggjum mínum á einhvern annan. Við þurfum að viðurkenna ferlið en ekki bara afleiðingarnar, gráa svæðið á milli þess að líða vel og vera hreinlega í sjálfsvígshugleiðingum. Ég held að margir óttist viðbrögð fólksins í kringum sig við að ræða þessa hluti, þú verðir sendur á geðdeild og megir ekki umgangast hnífa og skæri. Það gerir engum gagn að skapa dramatík.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýrri vefsíðu geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is. Fyrirsögn á greininni var breytt 12. mars.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00 Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15