Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ræddi samræmd próf og stöðuna í menntamálum þjóðarinnar á þingi í dag. vísir/eyþór Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33